Skilmálar

Eftirfarandi eru viðskiptaskilmálar Capacent ehf., kt. 521022-0350, sem almennt gilda um viðskipti milli félagsins og viðskiptavina þess. Skilmálarnir eru jafnframt hluti verksamnings, eins og við getur átt, milli aðila. Skilmálar þessir eru uppfærðir reglulega og þegar tilefni er til endurskoðunar.

Viðskiptaskilmálar

Skilmálar þessir taka til og gilda um viðskipti milli Capacent og viðskiptavina og skulu skoðast sem viðauki við þjónustusamning og/eða verksamning milli aðila. Séu slíkir samningar ekki í gildi taka ákvæði viðskipta­skilmálanna almennt til viðskiptanna eins og við getur átt.

Capacent (einnig nefndur verktaki) veitir almennt ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina (einnig nefndir verkkaupi) á grundvelli verk- eða þjónustusamnings og skal þjónusta taka mið af ákvæðum samnings milli aðila auk skilmála þessara.

Þjónusta skal að öllu jöfnu veitt milli kl. 09:00 og 17:00 virka daga. Kaupandi getur ekki krafist þjónustu utan þess tíma nema samið sé um þjónustuna sérstaklega. Óski viðskiptavinur að unnið sé utan hefðbundins vinnutíma reiknast 20% álag á viðkomandi dagvinnu­taxta nema samið hafi verið sérstaklega um annað.

Capacent áskilur sér rétt til að velja starfsmenn sem veita verkkaupa þjónustu hverju sinni og að auki er áskilinn réttur til að skipta um starfsmenn í við­komandi verki. Leitast er við að velja hæfa starfs­menn með tilliti til hæfni, menntunar og reynslu til að veita ráðgjöf og þjónustu hverju sinni.

Kaupi eða leigi verkkaupi hugbúnað af Capacent er um sölu á afnotarétti að ræða. Samkvæmt höfundar­réttarlögum er hugbúnaður eign framleiðanda og framsal notendaréttar til þriðja aðila ekki heimil. Notkun hugbúnaðar skal ávallt vera í samræmi við ákvæði leyfissamninga.

Starfsmenn á vegum Capacent eru bundnir trúnaðar- og þagnarskyldu hvað varðar málefni viðskiptavina. Gildir slík trúnaðarskylda á meðan ráðningarsamband varir og helst áfram þó komi til starfsloka. Starfsmenn á vegum vertaka undirrita sérstaka trúnaðar­yfirlýsingu þar að lútandi.


Capacent áskilur sér höfundarrétt á hönnun, greiningu, skipulagi og verkferlum sem verða til við vinnu í þágu viðskiptavinar. Þessi réttur helst nema um annað sé samið.

Verktaki ber ekki ábyrgð á beinu eða afleiddu tjóni sem viðskiptavinur eða verkkaupi kann að verða fyrir vegna veittrar þjónustu eða þjónusturofs verktaka, meðal annars vegna Force Majeure atvika.

Taxti fyrir vinnu er samkvæmt veðskrá hverju sinni nema um annað sé samið. Innheimt er fyrir akstur innanbæjar í þágu viðskiptavinar samkvæmt verðskrá og fyrir akstur utan höfuðborgarsvæðis skal innheimt samkvæmt kílómetragjaldi eins og tilgreint er í skattmati hjá Skattinum hverju sinni.

Áskilinn er réttur til breytinga á verðskrá með mánaðar­fyrirvara og taka breytingar gildi miðað við mánaðamót.

Útlagður kostnaður af hálfu verktaka svo sem ferða­kostnaður og annað innheimtist með 10% álagi.

Reikningar vegna fastra verk- og þjónustusamninga eru sendir út í byrjun hvers mánaðar en aðrir reikningar eru sendir út jöfnum höndum. Gjalddagi og útgáfudagur reiknings er sá sami og eindagi almennt 20 dögum frá gjalddaga.

Virðisaukaskattur innheimtist af veittri ráðgjöf og þjónustu eins og við á samkvæmt lögum og reglum um virðisaukaskatt hverju sinni.

Dráttarvextir reiknast á vanskil frá gjalddaga til greiðslu­dags á öll vanskil, innborganir ganga fyrst til greiðslu dráttarvaxta og innheimtukostnaðar og síðan til greiðslu höfuðstóls. Athugasemdir vegna reikninga skulu berast skriflega eða með tölvupósti á netfangið info@capacent.is innan 30 daga frá útgáfudegi reiknings. Að öðrum kosti skoðast reikningur samþykktur.

Share by: