Frumkvæði – Samvinna – Áreiðanleiki
Við byggjum starfsemi okkar á einföldum en skýrum gildum sem eru frumkvæði, samvinna og áreiðanleiki. Við byggjum starf okkar á þessum grunni, lifum gildin í öllu okkar starfi og sækjum fram með gildin sem okkar leiðarvísi.
■
Frumkvæði
Við erum ábyrg fyrir eigin verkefnum, höfum frumkvæði að eigin framþróun, sækjum okkur og deilum aukinni þekkingu sem við nýtum til góðs í öllum okkar verkefnum. Ef við sjáum tækifæri til úrbóta þá bendum við á þau.
■
Samvinna
Samvinna er lykilþáttur í öllu sem við gerum, við styðjum hvort annað og vinnum saman að settu marki í samstarfi við viðskiptavini og aðra samstarfsaðila. Saman stöndum við sterk og með samvinnu náum við lengra.
■
Áreiðanleiki
Við stöndum við gefin loforð gagnvart okkur sjálfum, gagnvart viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar. Við leggjum ríka áherslu á að byggja upp traust með því að vinna að heilindum og skila okkar verkum á tilsettum tíma.
Þannig lifum við gildin
Við leitumst við að sýna frumkvæði í verki, gagnvart viðskiptavinum, okkur sjálfum, samstarfsfólki og samstarfsaðilum.
Samvinna er lykilþáttur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur, við vinnum saman að framgangi þeirra verkefna sem við fáumst við hverju sinni og styðjum hvort annað. Sameinuð í verki stöndum við sterk.
Við erum áreiðanleg í öllum okkar athöfnum, bregðumst ekki sýndu trausti, stöndum við gefin loforð og skilum góðu dagsverki á tilsettum tíma.
Bjargargata 1 (Gróska)
102 Reykjavík
Kt. 521022 0350