Við gerum samstarfsaðilum okkar kleift að útvista rekstri fjármálasviðs að hluta eða öllu leyti til skemmri eða lengri tíma. Heyrðu í okkur og sjáum hvað við getum gert saman.
Við vitum að rekstur getur verið flókinn og það er í mörg horn að líta, því aðstoðum við gjarnan með ýmis atriði sem snúa að fjármálum og rekstri. Veitum aðstoð við úttektir, áætlanagerð, verðmat og greiningar. Þá höfum við veitt ráðgjöf við fjármögnun með góðum árangri.
Við höfum aðstoðað fjölbreyttan hóp í ferlinu við kaup eða sölu félaga og rekstrareininga. Veitum fjárfestum og seljendum ráðgjöf og leiðum aðila saman við kaup og sölu.
Við höfum þekkingu og reynslu til að aðstoða við val og innleiðingu á viðskiptahugbúnaði (ERP), viðskiptagreindarlausnum (BI) og öðrum hugbúnaði til að hámarka skilvirkni rekstrar. Aðstoð fagfólks við verkefnastjórnun tryggir örugga innleiðingu.
Við aðstoðum gjarnan við rekstur og fjármál hvort sem verkefnin eru stór eða smá. Við veitum fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu tengt stjórnun, stefnumótun, fjármálum, greiningu og áætlanagerð.
Markmið okkar er að leggja fram vel skilgreindar aðgerðir sem leiða til hagræðingar og sjálfbærni. Í stuttu máli þá líður okkur best þegar við tökumst á við fjölbreyttar og spennandi áskoranir í nánu samstarfi við frábæra viðskiptavini.
Frumkvæði – Samvinna – Áreiðanleiki
Í þeim verkum sem við tökum okkur fyrir hendur gerum við ekki bara okkar besta til að mæta væntingum – við gerum gjarnan betur. Markmið okkar er ávallt að skila framúrskarandi árangri.
„Netorka hefur nýtt þjónustu Capacent í lykilverkefnum – ráðgjöf sem nýtist okkur vel.“
„Við höfum notið ráðgjafar Capacent í verkefnum sem án efa hafa aukið verðmæti félagsins.“
Viltu vita meira? Skjóttu á okkur línu og við svörum um hæl.
Takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við munum heyra í þér eins fljótt og hægt er.
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.
Bjargargata 1 (Gróska)
102 Reykjavík
Kt. 521022 0350
Bjargargata 1 (Gróska)
102 Reykjavík
Kt. 521022 0350