Við bjóðum fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu
Hvort sem um er að ræða lítinn sprota, skráð félag eða opinbera stofnun byggjum við ráðgjöf okkar og þjónustu á áralangri reynslu og þekkingu sem nýtt er í þína þágu.
Við byggjum á traustum grunni
Capacent byggir ráðgjöf og þjónustu á reynslu sem við höfum öðlast með störfum fyrir ýmis félög og stofnanir. Við leggjum áherslu á að skila af okkur framúrskarandi vinnu og byggjum á þekkingu sem nýtt er í þína þágu.
Við aðstoðum gjarnan við rekstur og fjármál hvort sem verkefnin eru stór eða smá. Við veitum fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu tengt stjórnun, stefnumótun, fjármálum, greiningu og áætlanagerð.
Markmið okkar er að leggja fram vel skilgreindar aðgerðir sem leiða til hagræðingar og sjálfbærni. Í stuttu máli þá líður okkur best þegar við tökumst á við fjölbreyttar og spennandi áskoranir í nánu samstarfi við frábæra viðskiptavini.
Frumkvæði – Samvinna – Áreiðanleiki
Við leggjum allt í verkefnin okkar
Í þeim verkum sem við tökum okkur fyrir hendur gerum við ekki bara okkar besta til að mæta væntingum – við gerum gjarnan betur. Markmið okkar er ávallt að skila framúrskarandi árangri.
Umsagnir viðskiptavina
„Við höfum fengið Capacent með okkur í mikilvæg verkefni, þar hafa menn verið á boltanum.“
ÖRN TRYGGVI JOHNSEN
ÞG Verk
„Samstarf við ráðgjafa Capacent hefur sannarlega veitt okkur skýrari sýn á reksturinn.“
GUÐBJÖRG SÆUNN FRIÐRIKSDÓTTIR
Einingaverksmiðjan
„Netorka hefur nýtt þjónustu Capacent í lykilverkefnum – ráðgjöf sem nýtist okkur vel.“
TORFI HELGI LEIFSSON
Netorka
„Við höfum notið ráðgjafar Capacent í verkefnum sem án efa hafa aukið verðmæti félagsins.“
ÞÓRSTEINN ÁGÚSTSSON
Sólar
Ánægður viðskiptavinur er okkur kappsmál
Hafðu samband
Viltu vita meira? Skjóttu á okkur línu og við svörum um hæl.