lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Frá tiltekt í launa­stjórnun til gull­merkis jafn­launa­út­tektar

Morg­un­verð­ar­fundur

10. nóv. 2016 kl. 08:30
Capacent, Ármúla 13

Þegar Þóra Birna Ásgeirs­dóttir tók við starfi fram­kvæmda­stjóra mannauðs og umbóta hjá rótgrónu fyrir­tæki í stór­iðju beið hennar, meðal annarra verk­efna, að yfir­fara launa­bygg­ingu fyrir­tæk­isins og endur­skoða verk­ferla kjara­rann­sókna og launa­breyt­inga. Þessa endur­skoðun vann Þóra Birna í nánu samstarfi við Steinþór Þórð­arson, ráðgjafa hjá Capacent.

Eitt af mark­miðum vinn­unnar var að skoða og skýra öll frávik frá „eðli­legri“ launa­setn­ingu samkvæmt launa­líkani fyrir­tæk­isins og búa þannig í haginn fyrir jafn­launa­grein­ingu og úttekt.

Á morg­un­verð­ar­fund­inum greina Þóra Birna og Steinþór stutt­lega frá sinni nálgun við verk­efnið og hvernig það hjálpaði fyrir­tækinu að ná fram­úr­skar­andi árangri í jafn­launa­út­tekt. Þóra Birna fjallar einnig um hvernig „tiltektin“ hefur auðveldað henni og öðrum stjórn­endum alla vinnu við launa­setn­ingu og breyt­ingar með auknu gagnsæi og aga.