lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Fram­úr­skar­andi þjón­usta í opin­bera geir­anum með aðferða­fræði Design Thinking

Morg­un­verð­ar­fundur

08. des. 2016 kl. 08:30
Capacent, Ármúla 13

Þjón­usta er undir­staða og tilgangur flestra opin­berra fyrir­tækja og stofnana. Undan­farið hefur aðferða­fræði Design Thinking orðið afar vinsæl leið til þess að bæta þjón­ustu með hags­muni notenda að leið­ar­ljósi.

Þórey Vilhjálms­dóttir, ráðgjafi í stefnu­mótun og stjórnun hjá Capacent, hefur beitt aðferða­fræð­inni við stefnu­mótun og endur­hönnun þjón­ustu í fyrir­tækjum og stofn­unum. Á morg­un­verð­ar­fund­inum kynnir hún hvernig aðferða­fræðin er notuð í umhverfi opin­berra stofn­anna og hvernig hún gagnast við að bæta þjón­ustu – öllum aðilum til hags­bóta.

Í kjöl­farið mun Gunnar Haugen fjalla um hvernig hægt er að hafa áhrif á hegðun starfs­fólks við þjón­ustu­veit­ingu og mikil­vægi liðs­heildar og stjórn­enda í verk­efninu.

Fund­urinn verður haldinn í húsa­kynnum Capacent, Ármúla 13. Húsið opnar kl. 8:00 og áætlað er að fund­urinn standi frá kl. 8:30 – 9:30. Allir áhuga­samir eru velkomnir en nauð­syn­legt er að skrá þátt­töku. Boðið verður upp á léttar veit­ingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent