lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Samstarf góðra teyma

Morg­un­verð­ar­fundur

01. des. 2016 kl. 08:30
Capacent, Ármúla 13

Undan­farin ár hefur vinna í teymum orðið æ stærri þáttur í lausn verk­efna og þegar verið er að þjóna viðskipta­vinum.

Mikil­vægi góðrar samvinnu er óumdeilt og skiptir miklu fyrir árangur fyrir­tækja og stofnana. Þar sem teymi starfa vel saman hefur verið sýnt að þjón­usta er skil­virkari, gæði eru betri, starfs­manna­velta minni og ákvarð­ana­taka fljótari.

Á morg­un­verð­ar­fund­inum kynna Ása Karín Hólm Bjarna­dóttir og Gunnar Haugen þá þætti sem einkenna samstarf góðra teyma og líkan af einkennum þeirra og fjalla um nokkrar aðferðir til að leggja mat á gæði samskipta og samsetn­ingu teyma:

  • Hvað einkennir góð teymi.
  • Hvernig eru góð teymi búin til.
  • Hvernig eru styrk­leikar og veik­leikar teyma metnir.
  • Hvaða hegðun gerir teymi góð.

Fund­urinn verður haldinn í húsa­kynnum Capacent, Ármúla 13. Húsið opnar kl. 8:00 og áætlað er að fund­urinn standi frá kl. 8:30 – 9:30. Allir áhuga­samir eru velkomnir en nauð­syn­legt er að skrá þátt­töku. Boðið verður upp á léttar veit­ingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent

 

Glærur frá morg­un­verð­ar­fund­inum