lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Heil­brigði gagna í opin­berum rekstri

Capacent og Qlik bjóða til viðburðar á sviði viðskipta­greindar í Hörpu 28. febrúar

28. feb. 2017 kl. 08:30

Þar munu helstu sérfræð­ingar Qlik hugbún­að­arins fara yfir hvernig myndræn fram­setning upplýs­inga í opin­bera geir­anum skilar sér í betri nýtingu á almannafé og nýjum sókn­ar­tæki­færum til hagræð­ingar.

Meðal fyrir­lesara er David Bolton en hann er fram­kvæmda­stjóri tækni­lausna fyrir heil­brigð­is­kerfi og opin­bera geirann hjá Qlik. Hann hefur komið að fjöl­mörgum alþjóð­legum verk­efnum fyrir heil­brigð­is­kerfi, heil­brigð­is­stofn­anir, ríkis­stjórnir, sveit­ar­félög og aðrar opin­berar stofn­anir. Mun hann sýna árangur af þeim verk­efnum og hvernig fram­setning í Qlik hefur gefið einstaka innsýn í áður óþekkta sögu sem gögn geta sagt okkur.

Þá verður sýnt hvernig Qlik hugbún­að­ar­lausnir hafa nýst í opin­berum rekstri hér á landi, bæði til innri og ytri upplýs­inga­gjafar.

Hvar: Silf­ur­bergi, Hörpu. Aust­ur­bakka 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Þriðju­daginn 28. febrúar kl. 08:30 – 12:00

Dagskrá:

08:30 – 08:55  Morg­un­hressing

09:00 – 09:10  Fundur settur
Halldór Þorkelsson, fram­kvæmda­stjóri Capacent

09:10 – 10:00  Óunnin gögn til heil­brigðra ákvarð­anna
David Bolton, Qlik

10:00 – 10:20  Framtíð viðskipta­greindar
Símon Þorleifsson, Capacent

10:20 – 10:40  Kaffihlé

10:40 – 11:20  Ferðalag um Reykjavík
Hörður Hilm­arsson, Reykja­vík­ur­borg og Grétar Árnason, Capacent

11:20 – 11:55  Látum gögn segja okkur sögu
Hrafn­hildur G. Peiser, Capacent og Dóróthea Jóns­dóttir, Sjúkra­húsinu á Akur­eyri

11:55 – 12:00  Fund­ar­slit
Halldór Þorkelsson, fram­kvæmda­stjóri Capacent

Qlik er eitt fram­sækn­asta fyrir­tæki á sviði viðskipta­greindar og hafa lausnir þess náð mikilli útbreiðslu á heims­vísu. Capacent er sölu- og þjón­ustu­aðili fyrir Qlik á Íslandi.

Viðburð­urinn verður haldinn í Silf­ur­bergi í Hörpu og eru allir velkomnir en nauð­syn­legt er að skrá þátt­töku. Boðið verður upp á léttar veit­ingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent

 

Fund­ar­gögn

Reynslu­saga Neyð­ar­þjón­ust­unnar í Uppsala