lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Námskeið 17.-19. október

Gerð viðhalds­á­ætlana

17. okt. 2016 kl. 09:00
Capacent, Ármúla 13

Dagana 17. – 19. október næst­kom­andi heldur Nexus Global, í samvinnu við Capacent, námskeið um gerð viðhalds­á­ætlana. Dagskrá námskeiðsins er sú sama og á námskeiði sem haldið í ágúst síðast­liðnum og stendur kennsla yfir í um 8 klst. alla námskeiðs­dagana. Kennt er á íslensku en náms­efnið er á ensku. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Capacent, að Ármúla 13 í Reykjavík.

Á námskeiðinu mun leið­bein­andinn, Oli Håkansson, fara yfir lykil­at­riði virkrar viðhalds­stjórn­unar. Nánari lýsing á inni­haldi námskeiðsins, náms­mark­miðum og kennslu­að­ferðum er í viðhengi.

Auk námskeiðsins munum við bjóða upp á heim­sóknir og kynn­ingar á ráðgjöf, hugbúnaði og annarri þjón­ustu sem í boði er hjá Nexus Global og Capacent á sviði viðhalds og áreið­an­leika búnaðar.

Námskeiðið hentar öllum sem starfa í umhverfi þar sem stefnt er að fyrir­byggj­andi viðhaldi véla og búnaðar. Má þá einu gilda hvort fyrir­tækið sé stór­iðjuver, orku­fyr­ir­tæki eða útgerð­ar­fyr­ir­tæki. Sjónum er beint að viðhalds­þætt­inum og hvernig sem best megi flétta hann saman við kjarna­starf­semi fyrir­tæk­isins með hámarks rekstr­ar­ör­yggi og lágmarks viðgerð­ar­kostnað að mark­miði.

Verð pr. þátt­tak­anda er kr. 220.000.- (án vsk.). Ef fleiri en einn starfs­maður fyrir­tækis sækir námskeiðið nýtur annar þátt­tak­andi 10% afsláttar og þrír eða fleiri fá 20% afslátt.

Nánari lýsingu á námskeiðinu má lesa hér.

Frekari upplýs­ingar veita:

  • Oli G. Håkansson
    Managing Director Europe
    Nexus Global | Nexus Global Europe BV | Lichtt­oren 32 | 5611 BJ Eind­hoven | The Nether­lands |  Farsími: +31 6 46 162 201
  • Steinþór Þórð­arson
    Ráðgjafi hjá Capacent
    Capacent | Ármúli 13 | 108 Reykjavík |  Sími: 698 3490