lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Fyrir­lestur á Lean Ísland

Hvað getur mannauð­steymið gert til að styðja við Lean innleið­ingu?

06. apr. 2016 kl. 13:00

Það fjölgar stöðugt þeim fyrir­tækjum og stofn­unum sem vilja tileinka sér Lean hugmynda­fræði og aðferðir til að bæta sinn rekstur. Lean beinir sjónum fyrst og fremst að virð­is­sköpun skipu­lags­heild­ar­innar eða því virði sem hún skapar fyrir viðskipta­vini sína. Stoð­deild eins og mannauð­steymi getur þó átt ríku­legan þátt í góðum árangri við innleið­inguna og getur að sama skapi torveldað hana.

Steinþór Þórð­arson ráðgjafi hjá Capacent fjallar um mögu­legan þátt mannauð­steym­isins í Lean innleið­ingum á Lean Ísland þann 6. apríl nk. Þar byggir hann á 18 ára reynslu af mannauðs­málum í marg­vís­legu samhengi, um það bil 10 ára reynslu af Lean innleið­ingum í nýjum álverk­smiðjum og vinnu sem ráðgjafi með íslenskum fyrir­tækjum í Lean vegferðum.

Í erindi sínu fjallar Steinþór um hvernig mannauðs­sér­fræð­ingar geta aukið líkurnar á farsælli innleið­ingu á Lean. Lykillinn að árangri getur m.a. legið í glöggum skiln­ingi á hugmynda­fræð­inni, auknum fókus á kjarna­starf­semi skipu­lags­heild­ar­innar og skyn­sam­legri notkun á Lean aðferðum innan mannauðs­deild­ar­innar. Mannauðs­sér­fræð­ingar þurfa einnig að gefa því sérstakan gaum hvernig aðferðir og ferli mannauðs­deild­ar­innar styðja eða styðja ekki við uppbygg­ingu Lean menn­ingar.