lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Frama­dagar 2017

Við bjóðum alla velkomna í Capacent básinn!

09. feb. 2017 kl. 10:00
Háskólinn í Reykjavík

Capacent tekur þátt í Frama­dögum, sem haldnir verða í Háskól­anum í Reykjavík, fimmtu­daginn 9. febrúar. Við bjóðum gesti Frama­daga velkomna á Capacent básinn og einnig bjóðum við upp á ráðgjöf í gerð feril­skráa sem fer fram á 2. hæðinni. Þeir sem hafa hug á því að nýta sér þessa þjón­ustu eru vinsam­lega beðnir um að skrá sig hér fyrir neðan. Haft verður samband við þá sem skrá sig og þeim boðin aðstoð við að skrá sig hjá ráðn­ing­ar­þjón­ustu Capacent.

Capacent rekur stærstu ráðn­ing­ar­stofu landsins og eru mörg þúsund virkir atvinnu­leit­endur á skrá í gagna­grunni okkar. Capacent tekur að sér ráðn­ingar í allar tegundir starfa, frá forstjóra til fram­línu og beitir þeim aðferðum sem henta best hverju sinni. Capacent leggur áherslu á fagleg vinnu­brögð og tryggir trúnað bæði við umsækj­endur og viðskipta­vini. Við hvetjum alla þá sem eru að leita sér að starfi að skrá sig hjá ráðn­ing­ar­þjón­ustu Capacent.

Capacent er öflugt ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki og við erum ávallt að leita að nýjum og öflugum liðs­mönnum í ráðgjafa­hópinn okkar. Við bjóðum upp á fjöl­breytt, krefj­andi og skemmti­legt starfs­um­hverfi í frábærum hópi. Við leitum að metn­að­ar­fullum einstak­lingum með mikla reynslu, sérþekk­ingu og drif­kraft sem eiga auðvelt með að sýna frum­kvæði og vinna jafnt sjálf­stætt og í hóp. Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Capacent þá hvetjum við þig til þess að senda okkur umsókn.