lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Dokku­fundur

Rangt eða rétt að tala um frammi­stöðu?

08. sept. 2016 kl. 08:15
Capacent, Ármúla 13

Frammi­stöðu­samtöl og frammi­stöðumat er stöðugt umræðu­efni stjórn­enda og ekki síst mannauðs­fólks. Margt hefur verið prófað og sitt sýnist hverjum í þessum efnum. Þar sem við í Dokkunni erum stöðugt á hött­unum eftir faglegri umræðu og efnis­tökum á þessu sviði sem öðrum þá urðum við forvitin þegar við fréttum að sérfræð­ingar Capacent hefðu sest yfir viðfangs­efnið og komist að niður­stöðu. Við leit­uðum því til reynslu­boltans Gunnar Haugen um að segja okkur allt um þeirra sýn á frammi­stöðu­sam­tölin og matið.

Eru frammi­stöðu­samtöl að skila árangri?

Það var nýlega fjallað um það í fréttum að rann­sóknir hefðu sýnt að frammi­stöðu­samtöl skiluðu ekki árangri. Mikið var, segja þeir sem til þekkja, að fjöl­miðlar fjölluðu um það sem margir vissu og enn fleiri grunaði. Að ekki allar aðferðir sem notuð eru í samtölum um frammi­stöðu skila breyt­ingum á hegðun eða frammi­stöðu. Það skiptir máli hvernig hlut­irnir eru gerðir.

Er rangt eða rétt að tala um frammi­stöðu?

Það  er í sjálfu sér ekkert rangt eða óæski­legt að tala um frammi­stöðu. Það er meira að segja frekar jákvætt almennt. Því til stuðn­ings má nefna að nokkuð sterk tengsl eru á milli t.d. heildará­nægju starfs­manns og frammi­stöðu­sam­tals. Það sem má á hinn bóginn ekki gera er að byggja umræðuna um frammi­stöðu á huglægu mati, nota ekki góða frammi­stöðu­mæli­kvarða, jafnvel mæli­kvarða sem hegðun starfs­mannsins hefur ekki áhrif á, ræða frammi­stöðu einungis einu sinni á ári, setja engin skýr markmið og fylgja svo ekki eftir því sem rætt var um.

Hvað eru fyrir­mynd­irnar að gera?

Fyrir­tæki á borð við Adobe, Microsoft, Accenture, Deloitte, IBM og fleiri hafa hætt hinu hefð­bundna árlega starfs­manna­sam­tali og tekið í staðinn upp aðferðir sem er vitað að hafa jákvæð áhrif á bæði frammi­stöðu og ánægju í  starfi. Það kemur ekki á óvart að hjá þessum fyrir­tækjum er nú rætt allt að viku­lega við hvern starfs­mann og þau styðjast við skýrari mælingar, mark­miða­setn­ingu og tryggja eftir­fylgni með þeim.

Hvað er til ráða?

Það væri til mikilla bóta að taka upp vandaða frammi­stöðu­stjórnun í sem flestum íslenskum fyrir­tækjum sem allra fyrst. Vel útfærð frammi­stöðu­stjórnun skilar sér hratt í auknum árangri starfs­fólks og fyrir­tækja og hefur jákvæð áhrif á fram­leiðni rekst­ursins.

Það er því fagn­að­ar­efni að búið sé að draga fram með skýrum hætti hvað við eigum mikið eftir ónýtt í mannauðnum okkar. Nú er bara að laða það besta fram í öllum með þekktum og sann­reyndum aðferðum. Þetta er ekki flókið.

Fund­urinn verður haldinn í húsa­kynnum Capacent, Ármúla 13 frá kl. 08:15-09:45. Boðið verður upp á léttar veit­ingar.

 

Dokkan