lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

“Design Thinking” stefnu­mótun

Stundum þarf bara að finna upp hjólið

04. maí. 2016 kl. 08:30
Capacent, Ármúla 13

Í aðferða­fræði Design Thinking er lögð áhersla á upplifun, samkennd með notendum og nýsköpun.

Vaxandi áhugi hefur verið á Design Thinking aðferða­fræð­inni sem nálgun við mótun stefnu hjá fyrir­tækjum og stofn­unum víða um heim. Má þar nefna fyrir­tækin Pepsi Co, Deutche Bank og Mayo Clinic, sem hafa beitt nálg­un­inni við sína stefnu­mót­un­ar­vinnu.

Þórey Vilhjálms­dóttir, ráðgjafi í stefnu­mótun og stjórnun og Hlín Helga Guðlaugs­dóttir, hönn­uður flytja erindi.

  • Hvað er Design Thinking?
  • Hvers vegna Design Thinking?
  • Hverjir nota Design Thinking?
  • Hvernig notum við Design Thinking?

Auk stefnu­mót­unar er aðferða­fræði Design Thinking einnig beitt í afmörk­uðum verk­efnum eins og í vöru­þróun, skipu­lagi vinnu­stofa og kort­lagn­ingu ferða­lags viðskipta­vina (e. Customer Journey Map), þar sem áherslan er á þjón­ustu, upplifun og nýsköpun. Hér er á ferð­inni afar áhuga­verð nálgun, sem bætir og styrkir faglega vinnu innan fyrir­tækja og stofnana.