lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

“Design Thinking” stefnu­mótun

Stundum þarf bara að finna upp hjólið

04. maí. 2016 kl. 08:30
Capacent, Ármúla 13

Í aðferðafræði Design Thinking er lögð áhersla á upplifun, samkennd með notendum og nýsköpun.

Vaxandi áhugi hefur verið á Design Thinking aðferðafræðinni sem nálgun við mótun stefnu hjá fyrirtækjum og stofnunum víða um heim. Má þar nefna fyrirtækin Pepsi Co, Deutche Bank og Mayo Clinic, sem hafa beitt nálguninni við sína stefnumótunarvinnu.

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun og Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður flytja erindi.

  • Hvað er Design Thinking?
  • Hvers vegna Design Thinking?
  • Hverjir nota Design Thinking?
  • Hvernig notum við Design Thinking?

Auk stefnumótunar er aðferðafræði Design Thinking einnig beitt í afmörkuðum verkefnum eins og í vöruþróun, skipulagi vinnustofa og kortlagningu ferðalags viðskiptavina (e. Customer Journey Map), þar sem áherslan er á þjónustu, upplifun og nýsköpun. Hér er á ferðinni afar áhugaverð nálgun, sem bætir og styrkir faglega vinnu innan fyrirtækja og stofnana.