lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Birgða­stýring og upplýs­inga­gátt Distica

Stundum þarf þrautin meira en þolin­mæði - Cognos er þá græjan

17. mar. 2016 kl. 08:30
Capacent, Ármúla 13

Á morg­un­verð­ar­fund­inum verður farið yfir hvernig Veritas hefur straum­línu­lagað birgða­stýr­ingu sína og beitt Cognos viðskipta­greind til að ná frábærum árangri í samstarfi við Capacent. Guðmundur Árni Árnason deild­ar­stjóri hjá Distica og Sigurður Hjalti Krist­jánsson ráðgjafi hjá Capacent segja frá umbótum á birgða­stýr­ingu fyrir­tækj­anna og hvernig Distica hefur þróað upplýs­inga­gátt sem nýtist ólíkum hags­mun­aðailum sem starfa í þessari aðfanga­keðju.

Veritas í Garðabæ er móður­félag fyrir­tækja sem starfa á heil­brigð­is­markaði á Íslandi og dótt­ur­fé­lagið Distica sérhæfir sig í innflutn­ingi, vöru­stjórnun og dreif­ingu lyfja og heil­brigð­is­vara.

Cognos frá IBM verður í brennid­epli, en IBM hefur um árabil verið í fara­broddi í þróun og nýtingu upplýs­inga­tækni fyrir fyrir­tæki um allan heim. Cognos er svíta lausna sem styður við ferlið frá stefnu­mótun og áætl­ana­gerð til grein­ingar og miðl­unar upplýs­inga til hags­munan­aðila með skýrslum, stjórn­borðum og skor­kortum. Með tilkomu Cognos Express er orðið hagkvæmara fyrir minni fyrir­tæki að innleiða þessa öflugu viðskipta­greind sem stór alþjóðleg fyrir­tæki hafa nýtt sér til hags­bóta undan­farin ár.

Ennfremur verður farið yfir athygl­is­verðar nýjungar frá IBM þar sem aukin áhersla á sjálfs­þjón­ustu og graf­íska fram­setn­ingu eru í fyrir­rúmi.

Fund­urinn verður í húsnæði Capacent, Ármúla 13, fimmtu­daginn 17. mars kl. 8:30-9:30.

Aðgangur er ókeypis en nauð­syn­legt að skrá mætingu.