lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Um félagið

Capacent er leið­andi ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki sem byggir á fjöl­breyttri reynslu og þekk­ingu starfs­fólks. Við veitum viðskipta­vinum ráðgjöf, upplýs­ingar og lausnir sem skila árangri.

Capacent á Íslandi er hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaf­lega stofnað árið 1983 og hefur verið skráð á Nasdaq First North mark­aðnum í Stokk­hólmi frá árinu 2015. Félagið er með skrif­stofur á Íslandi, í Svíþjóð og á Finn­landi og hjá því starfa um 150 sérfræð­ingar. Capacent hefur sterka stöðu sem norrænt ráðgjafa­fyr­ir­tæki og er leið­andi sem slíkt á mörgum sviðum.

Ráðgjafar Capacent vinna að grein­ingu, mótun og innleið­ingu marg­vís­legra lausna á sviði stefnu­mót­unar, stjórn­unar, ráðn­inga, rekstrar, fjár­mála og upplýs­inga­tækni.

Hjá Capacent á Íslandi starfa um 50 ráðgjafar með víðtæka reynslu af flestum sviðum atvinnu­lífsins og sækir fyrir­tækið sérhæfðar lausnir og þekk­ingu til leið­andi alþjóð­legra samstarfs­aðila. Meðal þeirra eru Microsoft, IBM, Qlik, CEB, Flexera og Nexus Global.

Við hjálpum viðskipta­vinum að:

 • finna og ráða rétta fólkið til starfa
 • móta fram­tíð­arsýn, stefnu og skipulag
 • skil­greina mæli­kvarða og mæla árangur
 • efla stjórnun og mannauðs­ferli
 • meta arðsemi verk­efna og verð­meta fyrir­tæki
 • innleiða straum­línu­stjórnun og bæta verk­ferli
 • hagræða í rekstri
 • losa um veltufé og skerpa aðfanga­keðjuna
 • innleiða áhættu­stjórnun
 • bæta stjórn­kerfi og stjórn­enda­upp­lýs­ingar
 • velja og stýra innleið­ingu nýrra upplýs­inga­kerfa
 • nýta upplýs­inga­tækni með ýmsum hætti