lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Capacent og H&M gera samkomulag um ráðningar

Capacent og H&M hafa gert samstarfs­sam­komulag um ráðn­ingar starfs­fólks fyrir­tæk­isins á Íslandi en H&M hefur rekstur tveggja verslana í Smára­lind og Kringl­unni í haust.

Fyrsta skrefið er að ráða stjórn­endur H&M fyrir versl­an­irnar hér á landi og er stefnt að því að ráða í á þriðja tug stjórn­un­ar­starfa í janúar og febrúar auk útstill­ing­ar­fólks.  Um er að ræða stöður versl­un­ar­stjóra, deild­ar­stjóra, rekstr­ar­stjóra og markaðs- og upplýs­inga­full­trúa auk útstill­ing­ar­fólks.

Þeir stjórn­endur sem nú verða ráðnir munu hefja störf í apríl og/eða maí og verða þá sendir í þjálfun erlendis. Þeir munu svo taka þátt í uppsetn­ingu og opnun nýju versl­an­anna.

Síðar á þessu ári verður ráðið í önnur störf í versl­unum H&M en alls er stefnt að því að ráða um hundrað til hundrað og fimmtíu einstak­linga í störf hér á landi.

H&M er með yfir 4000 versl­anir á 64 mörk­uðum og alls starfa um 160 þúsund hjá fyrir­tækinu.

„Við erum stolt af því að vera samstarfs­aðili H&M á Íslandi í ráðn­ingum, verk­efnið er umfangs­mikið og mjög spenn­andi. H&M er einstakt fyrir­tæki og innkoma þess á íslenskan markað skapar gríð­arleg tæki­færi fyrir þá sem hafa áhuga á tísku og rekstri verslana, ekki síst þar sem H&M leggur ríka áherslu á þjálfun starfs­fólks og mögu­leika þess á að þroskast og þróast innan fyrir­tæk­isins. Ef fólk hefur áhuga og metnað getur starf hjá H&M á Íslandi leitt til starfs­frama innan H&M samsteypunnar um allan heim.“ segir Jakobína H. Árna­dóttir, hópstjóri ráðn­inga hjá Capacen