lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Capacent í Svíþjóð og Capacent á Íslandi sameinast

Capacent í Svíþjóð og Capacent á Íslandi hafa sameinast með kaupum þess fyrr­nefnda á meiri­hluta hluta­bréfa í Capacent á Íslandi. Stefna félagsins er að vaxa með jafnt innri vexti sem og fjár­fest­ingum. Kaupin á Capacent á Íslandi eru liður í því að styrkja stöðu félagsins á Norð­ur­löndum.

„Við teljum Capacent á Íslandi eiga mörg sókn­ar­færi við núver­andi aðstæður og munum vinna með félaginu að því að stækka og auka arðsemi sína. Við sjáum sömu­leiðis marg­vísleg samlegð­ar­á­hrif við þessi kaup og að félögin geti sameinað krafta sína, mannauð og þekk­ingu þegar við tökumst á við stærri verk­efni,“ segir Edvard Björken­heim, fram­kvæmda­stjóri Capacent í Svíþjóð.

„Fyrir Capacent á Íslandi felast mikil tæki­færi í því að vera nú hluti af norrænu ráðgjafa­fyr­ir­tæki með starf­semi í þremur löndum og þetta styrkir stöðu okkar á markaði veru­lega. Þessi félög þekkjast vel, við höfum áður starfað saman innan sömu samstæðu og notað sameig­in­legt vöru­merki í tæpan áratug.  Við deilum jafn­framt sömu gildum og sýn auk þess sem félögin bæta hvort annað vel upp þegar horft er á lausn­a­framboð þeirra,“ segir Halldór Þorkelsson fram­kvæmda­stjóri Capacent á Íslandi.

Capacent Holding AB í Svíþjóð var upphaf­lega stofnað árið 1983 sem hluti af alþjóða­fyr­ir­tækinu ABB og hefur verið skráð á Nasdaq First North-mark­aðnum í Stokk­hólmi frá árinu 2015. Félagið hefur skrif­stofur í Svíþjóð og Finn­landi og hjá því starfa um hundrað sérfræð­ingar. Capacent hefur sterka stöðu sem norrænt ráðgjafa­fyr­ir­tæki og er leið­andi sem slíkt á mörgum sviðum.

Hjá Capacent á Íslandi starfa um 50 ráðgjafar að grein­ingu, mótun og innleið­ingu marg­vís­legra lausna á sviði stefnu­mót­unar, stjórn­unar, ráðn­inga, rekstrar-, fjár­mála- og upplýs­inga­tækni.