lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Arcur Finance. Nýr valkostur í fjármögnun fyrirtækja

Arcur Finance er nýtt félag sem sérhæfir sig í fjár­mögnun fyrir­tækja. Stofn­endur Arcur Finance eru Sigurður Kristinn Egilsson og Capacent.

Arcur Finance mun starfa á sviði fjár­mögn­unar fyrir­tækja og vinna að því að tryggja viðskipta­vinum bestu kjör þegar kemur að fjár­mögnun verk­efna. Lánveit­endur geta verið lífeyr­is­sjóðir, trygg­inga­félög eða fjár­mála­stofn­anir sem Arcur Finance er í nánu samstarfi við.

Sigurður Kristinn Egilsson, fram­kvæmda­stjóri Arcur Finance: „Arcur Finance hefur að mark­miði að auka fjöl­breytni í fjár­mögnun íslenskra fyrir­tækja og er nýr valmögu­leiki fyrir fyrir­tæki sem geta nýtt sér reynslu og þekk­ingu starfs­manna við að tryggja viðskipta­vinum hagstæð­ustu kjör á hverjum tíma. Samstarfið við Capacent eykur flæði verk­efna og Arcur Finance nýtur góðs af áratuga þekk­ingu og reynslu starfs­manna Capacent og sterkum tengslum við atvinnu­lífið í landinu.“

Halldór Þorkelsson, fram­kvæmda­stjóri Capacent: „Samstarf okkar við Sigurð á vett­vangi Arcur Finance er góð viðbót við þjón­ustu Capacent og gerir okkur kleift að þjón­usta viðskipta­vini okkar á breiðari grunni og fylgja þeim í gegnum marg­vísleg breyt­ing­ar­verk­efni.“

Sigurður Kristinn hefur starfað samfellt á fjár­mála­markaði frá árinu 1998 og aflað sér viða­mik­illar þekk­ingar og reynslu á þeim markaði. Hann var yfir­maður eigna­stýr­ingar fagfjár­festa hjá Kaup­þingi á árunum 2003-2007 og starfaði síðan á eigna­stýr­inga­sviði bankans erlendis. Á árunum 2010-2016 leiddi hann uppbygg­ingu eigna­stýr­ingar hjá ALM Verð­bréfum og var m.a. fram­kvæmda­stjóri Fjár­fest­inga­fé­lags atvinnu­lífsins sem sérhæfði sig í fjár­mögnun fyrir­tækja. Sigurður er verk­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og með löggild­ingu í verð­bréfa­við­skiptum.“

Capacent á Íslandi er hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaf­lega stofnað árið 1983 og er skráð á Nasdaq First North mark­aðnum í kaup­höll­inni í Stokk­hólmi frá árinu 2015. Félagið er með skrif­stofur á Íslandi, í Svíþjóð og á Finn­landi og hjá því starfa um 150 sérfræð­ingar. Capacent hefur sterka stöðu sem norrænt ráðgjafa­fyri­tæki og er leið­andi sem slíkt á mörgum sviðum. Ráðgjafar Capacent vinna að grein­ingu, mótun og innleið­ingu marg­vís­legra lausna á sviði stefnu­mót­unar, stjórn­unar, ráðn­inga, rekstrar, fjár­mála og
upplýs­inga­tækni.