lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Capacent & samfélagið

Capacent leggur áherslu á að vera ábyrgur samfé­lags­þegn. Við höldum gildi okkar í heiðri og sýnum ábyrgð í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.

Capacent styður með virkum hætti við marg­vísleg samfé­lagsleg verk­efni. Það gerum við ekki með fjár­stuðn­ingi heldur með því að nýta krafta okkar og sérþekk­ingu til góðs.

Á hverju ári tökum við að okkur nokkur verk­efni án endur­gjalds (pro bono) fyrir félaga­samtök þar sem við teljum að við getum lagt okkar að mörkum með virkum hætti til að stuðla að betra samfé­lagi.

Ef þú telur að Capacent geti lagt þínum félaga­sam­tökum lið getur þú haft samband við okkur á capacent@capacent.is.