lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Ráðningar sérfræðinga og stjórnenda

Sérfræð­ingar Capacent hafa mikla reynslu af ráðn­ingum í sérfræði- og stjórn­un­ar­störf. Með faglegum aðferðum við öflun umsækj­enda og mat og val á milli umsækj­enda aukast veru­lega líkurnar á að finna rétta einstak­linginn í starfið.

Sérstaða Capacent í ráðn­ingum liggur í mikilli reynslu ráðgjafa Capacent, þekk­ingu á íslenskum vinnu­markaði og færni í að beita faglegum aðferðum við öll skref ráðn­inga­ferl­isins. Þá hefur Capacent yfir að ráða gagna­banka þar sem skráðir eru fjöl­margir einstak­lingar sem ekki eru í virkri atvinnu­leit en eru tilbúnir að skoða áhuga­verð tæki­færi.

Capacent er jafn­framt í samstarfi við CEB/SHL sem er stærsta prófa­fyr­ir­tæki í heimi, en í gegnum þetta samstarf hefur Capacent aðgang að getu- og persónu­leika­prófum sem henta vel við ráðn­ingar stjórn­enda og sérfræð­inga. Sjá nánar hér.

Þjón­usta Capacent er heild­stæð og felur í sér aðstoð allt frá skil­grein­ingu starfsins til ráðn­inga­samn­ings. Hefð­bundið ráðn­ing­ar­ferli felur í sér eftir­far­andi þætti:

  • Skil­grein­ingu starfs með fyrir­tæki, þ.e. hvað felur starfið í sér,hvaða reynsla og þekking er nauð­synleg og/eða æskileg og hvaða persónu­legu eigin­leikum nýr starfs­maður þarf að búa yfir. Ráðgjafar Capacent geta rýnt þarfir fyrir­tæk­isins og leið­beint út frá reynslu og innsýn í mark­aðinn.
  • Öflun umsækj­enda í gegnum auglýs­ingu á viðeig­andi stöðum eða leit í gagna­banka okkar og tengsla­neti.
  • Mat á umsækj­endum í samræmi við starfs­grein­ingu. Í því getur falist stöðluð viðtöl, umsagna­leit, hæfni­próf og persónu­leika­próf. Við mat á umsækj­endum er stuðst við viður­kenndar aðferðir sem veita hámarks forspá um frammi­stöðu í starfi. Ráðgjafar Capacent ráðleggja með viðeig­andi mats­að­ferðir hverju sinni.
  • Capacent annast öll samskipti við umsækj­endur og svara þeim að ferli loknu.

Ef þess er óskað er einnig aðstoðað við gerð ráðn­ing­ar­samn­inga og áætl­anir um starfs­þjálfun og móttöku hins nýja starfs­manns.

Ekki hika við að hafa samband og við finnum réttu lausnina fyrir þig og þitt fyrir­tæki.