lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Ráðningar framlínu- og skrifstofufólks

Sérfræð­ingar Capacent hafa mikla reynslu af ráðn­ingum í fram­línu­störf og skrif­stofu­störf. Með faglegum aðferðum við mat og val á milli umsækj­enda aukast veru­lega líkurnar á að finna rétta einstak­linginn í starfið.

Grund­völlur að vel heppn­aðri ráðn­ingu er vönduð skil­greining starfsins, þar með talið hvaða reynsla og þekking sé nauð­synleg og æskileg í starfið og hvaða persónu­legum eigin­leikum starfs­maður þarf að búa yfir.

Capacent býður bæði upp á þá þjón­ustu að leita að fólki í störf án auglýs­ingar og að auglýsa og finna rétta fólkið í störf. Öflun umsækj­enda í fram­línu- og skrif­stofu­störf fer ýmist fram í gegnum gagna­banka Capacent, heima­síðu Capacent, blaða­aug­lýs­ingar eða eftir öðrum leiðum.

Sérstaða Capacent í ráðn­ingum fram­línu- og skrif­stofu­fólks er mikil reynsla af íslenskum vinnu­markaði og að Capacent hefur reynslu og burði til að taka að sér stór mönn­un­ar­verk­efni. Jafn­framt hefur Capacent tengsl við alþjóð­legt ráðn­ing­ar­fyr­ir­tæki sem gerir okkur kleift að leita að fólki víðar en á Íslandi.

Þegar um er að ræða fram­línu – og skrif­stofu­störf er oft jafn mikil áhersla á öflun umsækj­enda og það að velja rétta einstak­linginn úr hópi umsækj­enda. Capacent getur séð um ráðn­ing­ar­ferlið frá A-Ö en veitir jafn­framt þjón­ustu við hluta úr ráðn­ing­ar­ferlinu, t.d. Eingöngu öflun umsækj­enda.

Við öflun umsækj­enda býður Capacent fyrir­tækjum upp á að leita að fólki í gagna­grunni sínum, setja auglýs­ingu á vefinn sem er mikið sóttur, búa til auglýs­ingu í blöð eða fyrir app auk þess að senda auglýs­ingar á póst­lista umsækj­enda.

Capacent hefur bæði burði og mikla reynslu í því að annast fjölda­ráðn­ingar fyrir fyrir­tæki, þ.e. Þegar ráða skal 10 eða fleiri til starfa á stuttum tíma. Capacent aðstoðar fyrir­tæki, við skipu­lagn­ingu ferl­isins, mörkun fyrir­tæk­isins til umsækj­enda, ráðleggur varð­andi bestu mögu­legu nálgun og fylgir fyrir­tækinu í gegnum allt ferlið sé þess óskað.

Capacent er í samstarfi við CEB/SHL sem er stærsta prófa­fyr­ir­tæki í heimi, en í gegnum þetta samstarf hefur Capacent aðgang DSI áreið­an­leika­prófinu, sem hentar sérstak­lega vel við ráðn­ingar í framlinu- og skrif­stofu­störf.