lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Opinberar ráðningar

Sérfræð­ingar Capacent hafa mikla reynslu af ráðn­ingum í opin­berar stöður. Unnið er samkvæmt vel skil­greindu ferli þar sem stjórn­sýslu­reglum er fylgt í hverju skrefi, án þess að í nokkru sé slegið af faglegum kröfum um mat á umsækj­endum.

Áhersla stjórn­enda í opin­bera geir­anum á fagleg ráðn­inga­ferli vex ár frá ári, enda flestir meðvit­aðir um fyrir­höfnina og kostn­aðinn sem fylgir mistökum í ráðn­ingum.

Ráðgjafar Capacent hafa margra ára reynslu af því að vinna með ráðu­neytum, sveit­ar­fé­lögum og opin­berum stofn­unum að því að ráða sérfræð­inga og stjórn­endur í lykil­stöður. Enn fremur hafa ráðgjafar okkar setið í fjöl­mörgum valnefndum vegna opin­berra ráðn­inga.

Nálgun Capacent byggir á skipu­lögðu ferli sem er hannað til að hámarka líkurnar á því að hæfasti umsækj­andinn sé ráðinn, að rökstuðn­ingur fyrir ákvörð­unum liggi fyrir og líkur á þungum eftir­málum séu sem minnstar. Ferlið samþættir kröfur mannauðs­stjórn­unar og stjórn­sýslu­reglna við þarfir vinnu­stað­arins.

Allt ferlið er unnið í náinni samvinnu við stjórn­valdið, allt frá hæfni­grein­ingu starfsins og þangað til niður­staða fæst í málið. Helstu skref eru eftir­far­andi:

  • Gerð starfs­grein­ingar og matsvið­miða.
  • Aðstoð við gerð auglýs­ingar og ráðgjöf varð­andi birt­ingu.
  • Ráðgjafar upplýsa áhuga­sama einstak­linga sem þess óska um starfið.
  • Að loknum umsókn­ar­fresti er mat lagt á umsóknir sem byggir á matsvið­miðum sem unnin eru í upphafi ferilsins.
  • Viðtöl við valinn hóp umsækj­enda eru tekin í samvinnu og með samþykki verk­kaupa.
  • Öflun umsagna.
  • Hagnýt verk­efni eða próf lögð fyrir umsækj­endur, allt eftir þörfum og óskum verk­kaupa.

Við mat á umsækj­endum er stuðst við viður­kenndar aðferðir sem veita hámarks forspá um frammi­stöðu í starfi.

Ráðgjafar Capacent hafa sótt fjölda námskeiða í stjórn­sýslu­rétti og upplýs­inga­lögum auk þess að hafa fengið til sín fyrir­lestara og kynn­ingar á efninu.