lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Öflun umsækjenda

Mikilvæg forsenda árangurs í ráðn­ingum er að hafa sem flesta umsækj­endur. Ráðgjafar Capacent aðstoða við að afla umsækj­enda sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Sérfræð­ingar Capacent hafa mikla reynslu af öflun umsækj­enda, bæði þegar um er að ræða sérhæfð störf sérfræð­inga eða stjórn­enda og eins þegar ná þarf í stóran fjölda umsækj­enda til að fylla í margar stöður af sama tagi.

Ráðgjafar Capacent setja saman áætlun um öflun umsækj­enda miðað við starfið / störfin sem um ræðir og þann fjölda sem óskað er eftir. Öflun umsækj­enda fer ýmist fram í gegnum hefð­bundnar leiðir, s.s. Leit í gagna­banka Capacent, heima­síðu Capacent og blaða­aug­lýs­ingar eða eftir óhefð­bundnuri leiðum svo sem gegnum samfé­lags­miðla, skóla og sérstaka viðburði.

Viðskipta­vinir geta í kjölfar öflunar umsækj­enda valið um að halda áfram með ráðn­inga­ferið á eigin spýtur, eða að vinna áfram með ráðgjöfum Capacent að hæfn­is­mati og vali.