lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Matstæki

Matstæki á borð við getu- og hæfni­próf eða persónu­leikamat eru rétt­mætar og áreið­an­legar aðferðir til að meta hvort umsækj­andi hafi þá eigin­leika sem þarf til að ná árangri í tilteknu starfi.

Með notkun réttra valað­ferða er auðveldara að finna rétta fólkið og líkurnar á að gera ráðn­inga­mistök minnka veru­lega.

Capacent býður viðskipta­vinum sínum m.a. upp á eftir­far­andi mats­að­ferðir

Raunhæf verk­efni

Capacent tekur að sér að smíða raun­hæft verk­efni eða vinnu­sýn­is­horn (work sample), sjá um utan­um­hald, mats­ramma, samskipti við umsækj­endur og fleira sem þarf að gera til að tryggja rétt­mætt og gott mat. Notkun raun­hæfra verk­efna hafa reynst afar vel í ráðn­ingum sérfræð­inga og ekki síst stjórn­enda. Form verk­efnis fer eftir eðli starfsins.

Matsmið­stöð

Matsmið­stöð (Assess­ment center) er einkum notað við val stjórn­enda. Í matsmið­stöð eru lögð fram raunhæf verk­efni, umsækj­andi settur í raun­hæfar aðstæður og lögð eru fyrir önnur matstæki eins og þarf. Mjög góð aðstaða fyrir matsmið­stöð er í húsa­kynnum Capacent í Ármúla 13.

OPQ32

OPQ32 persónu­leikamatið er af félagi breskra sálfræð­inga talið það besta sinnar tegundar í heim­inum. Tækið hefur verið staðlað og stað­fært að íslenskum markaði og hefur verið notað hérlendis frá árinu 2002. OPQ er frábært tæki til að leggja mat á hæfni sérfræð­inga og stjórn­enda auk þess sem niður­stöð­urnar eru nothæfar til starfs­þró­unar eða á vali einstak­linga í hópa.

Það tekur milli 20 og 40 mínútur að svara prófinu og niður­stöður eru tilbúnar til notk­unar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag. Prófið er hægt að leggja fyrir á 34 tungu­málum.

DSI

DSI (Dependa­bility & Safety Index) skimun­ar­prófið er notað til að finna besta fram­línu­starfs­manninn úr hópi umsækj­enda. Prófið spáir m.a. fyrir um mætingar, reglu­fylgni, samvisku­semi og jafn­lyndi. Prófið hefur verið staðlað og stað­fært fyrir íslenskan vinnu­markað.

Það tekur á milli 7 og 11 mínútur að svara prófinu og niður­stöður eru tilbúnar til notk­unar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag.

Inductive Reasoning

Inductive reasoning prófið tilheyrir þeim flokki matstækja sem spá best fyrir um frammi­stöðu í starfi. Til að ná góðum árangri á prófinu þarf próftaki að geta veitt smáat­riðum athygli, yfir­farið og sann­prófað gögn, áttað sig á röklegu samhengi og dregið álykt­anir. Prófið hentar því mjög vel við ráðn­inga í stjórn­unar- , sérfræði- og vísinda­störf og ýmis tækni­störf, s.s. forritun. Prófið gefur góðar vísbend­ingar um líklegar fram­farir og árangur í starfi og eykur þannig veru­lega líkur á að hæfasti einstak­ling­urinn sé ráðinn í starfið.

Það tekur á milli 22 og 25 mínútur að svara prófinu og niður­stöður eru tilbúnar til notk­unar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag. Hægt er að velja á milli fjölda saman­burð­ar­hópa.

Prófið er hægt að leggja fyrir á 28 tungu­málum.

Verbal Ability

Verbal ability prófið er hannað til að mæla getu umsækj­enda til að skilja rétt þær upplýs­ingar sem settar eru fram í skrif­uðum texta. Prófið metur hvort þær álykt­anir sem umsækj­andinn dregur af text­anum, séu réttar og hentar vel fyrir þau störf þar sem krafist er hæfni til að ná utan um, sjá innbyrðis tengsl á milli og skilja upplýs­ingar úr ýmsum áttum. Prófið hentar því bæði fyrir stjórn­unar- og sérfræði­störf. Prófið er á ensku.

Það tekur á milli 22 og 25 mínútur að svara prófinu og niður­stöður eru tilbúnar til notk­unar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag.

Prófið er hægt að leggja fyrir á 28 tungu­málum.

Numer­ical Ability

Numer­ical ability prófið metur hve talnaglöggur umsækj­andi er með raun­hæfum verk­efnum sem hafa beina teng­ingu við vinnu­mark­aðinn. Prófið hentar því fyrir öll störf sem krefjast hæfni til að vinna með tölur, hvort sem er við ákvarð­ana­töku, mat á mögu­leikum, lærdóm, skilning á vanda­málum eða önnur verk­efni. Prófið er ætlað fyrir bæði stjórn­unar- og sérfræði­störf. Prófið er á ensku.

Það tekur á milli 22 og 25 mínútur að svara prófinu og niður­stöður eru tilbúnar til notk­unar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag.

Prófið er hægt að leggja fyrir á 28 tungu­málum.