lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Markaðs- og sölustjóri

Tengi óskar eftir að ráða árang­urs­drifinn og metn­að­ar­fullan einstak­ling í fjöl­breytt og krefj­andi starf markaðs- og sölu­stjóra fyrir­tæk­isins.

Starfið heyrir undir fram­kvæmda­stjóra.

Starfssvið

 • Stefnu­mótun í markaðs- ímyndar- og vöru­merkja­málum.
 • Mark­miða­setning, árang­ursmat og samhæfing markaðs– og sölu­mála.
 • Ábyrgð á gerð markaðs- og sölu­á­ætlana og eftir­fylgni þeirra.
 • Öflun og greining mark­aðs­legra upplýs­inga.
 • Mat á þróun mark­hópa og stöðu vöru- og þjón­ustu­fram­boðs.
 • Endur­menntun starfs­manna í sölu og þjón­ustu.
 • Ábyrgð og umsjón með heima­síðu og innri vef.
 • Mótun og eftir­fylgni áherslna í viðskipta­tengslum og þjón­ustu.
 • Ábyrgð á samn­ingum tengdum markaðs- og sölu­málum.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn­ar­frestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækj­endur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla­menntun í viðskipta- eða mark­aðs­fræði.
 • Reynsla af markaðs- og sölu­stjórnun.
 • Stjórn­un­ar­reynsla.
 • Leið­toga­hæfi­leikar og færni í mann­legum samskiptum.
 • Grein­ing­ar­hæfni.
 • Frum­kvæði og skap­andi hugsun.
 • Metn­aður til að ná árangri í starfi.
 • Sjálf­stæði og ögun í vinnu­brögðum.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Tengi er stofnað árið 1981 og sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á hrein­læt­is­tækjum og pípu­lagn­inga­efni. Höfuð­stöðvar fyrir­tæk­isins eru í Kópa­vogi, en er einnig með starfs­stöð á Akur­eyri.
Hlut­verk Tengis er að auðvelda viðskipta­vinum val á gæða­vörum á sviði hrein­læt­is­tækja og lagna­efnis sem studdar eru af fram­úr­skar­andi þjón­ustu. Tengi er metn­að­ar­fullur vinnu­staður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðs­heild. Tengi er eitt af fyrir­mynd­ar­fyr­ir­tækjum VR árið 2017 og fram­úr­skar­andi fyrir­tækjum Credit­info 2016. Tengi er reyk­laust fyrir­tæki.