lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sérfræðingur í eignastýringu

Stapi lífeyr­is­sjóður óskar eftir að ráða sérfræðing í eigna­stýr­ingu.

Leitað er að talnaglöggum og ábyrgum einstak­lingi með reynslu af verð­bréfa­markaði. Starfið er á Akur­eyri.

Starfssvið

 • Stýring eigna­safna, fram­kvæmd verð­bréfa­við­skipta og eftir­fylgni fjár­fest­inga.
 • Greining markaða og fjár­fest­inga­kosta.
 • Samskipti við aðila á fjár­mála­markaði.
 • Skýrslu­gerð og almenn upplýs­inga­gjöf.
 • Önnur tilfallandi verk­efni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla­menntun í viðskipta­fræði, verk­fræði eða sambæri­legu námi.
 • Próf í verð­bréfa­við­skiptum er kostur.
 • Starfs­reynsla af fjár­mála­markaði.
 • Talnag­leggni og áhugi á fjár­mála­markaði.
 • Sjálf­stæði, skipu­lags­hæfni og öguð vinnu­brögð.
 • Hæfni í mann­legum samskiptum og fagleg fram­koma.
 • Gott vald á íslensku og ensku.

Stapi lífeyr­is­sjóður er almennur lífeyr­is­sjóður með um 200 millj­arða í eignum. Starfs­svæði sjóðsins nær frá Hrúta­firði í vestri að Skeið­ar­ár­sandi í austri. Sjóð­urinn nær þannig til allra byggða­kjarna á Norður- og Aust­ur­landi. Sjóð­fé­lagar eru almennt launa­fólk á þessu svæði, sem kemur úr ýmsum atvinnu­greinum, m.a. sjáv­ar­út­vegi, verslun, þjón­ustu og iðnaði. Starfs­menn Stapa eru 17 talsins og skrif­stofur sjóðsins eru á Akur­eyri og Neskaup­stað.