lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Verslunarstjóri

SÍBS óskar eftir að ráða verslunarstjóra í verslun sína í Síðumúla 6, Reykjavík.

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra SÍBS. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Rekstur verslunar SÍBS.
 • Ábyrgð á útliti og framsetningu vöru í verslun.
 • Umsjón með vöruúrvali og birgðastöðu.
 • Umsjón með smásöluaðilum og öflun nýrra.
 • Sölusýningar og kynningar.
 • Samskipti við birgja og öflun nýrra.
 • Manna vaktir ef þarf og afgreiðsla í verslun.
 • Afgreiðsla viðskiptavina Happdrættis SÍBS.
 • Önnur tilfallandi störf.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Haldgóð þekking og reynsla af verslunarstörfum.
 • Þekking og áhugi á stoðvörum og hreyfivörum.
 • Þekking eða reynsla af DK hugbúnaði er kostur.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Góðir samskiptahæfileikar og framúrskarandi þjónustulund.
 • Skipulagshæfni, öguð og nákvæm vinnubrögð.

SÍBS vinnur að heilbrigði þjóðarinnar með fræðslu, forvörnum og endurhæfingu. SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund og öryrkjavinnustaðinn Múlalund, ásamt Happdrætti SÍBS og Heilsumiðstöð SÍBS. SÍBS eru samtök sjúklingafélaga með um sjö þúsund félagsmenn og öll starfsemi samtakanna er rekin án hagnaðarsjónarmiða.