lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sölu- og markaðsfulltrúi

Saga Medica óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman einstakling til starfa.

Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi aðili verður að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Dagleg umsjón og ábyrgð á sölu á innanlandsmarkaði.
 • Gerð söluáætlana, gerð og eftirfylgni samninga.
 • Greining nýrra tækifæra í sölu og dreifingu.
 • Umsjón með söluátökum og kynningum.
 • Umsjón með gerð markaðsefnis, samskiptamiðlum, auglýsingum og vefverslun.
 • Samskipti við verslanir og viðskiptavini sem og almennar kynningar á vörum til starfsmanna verslana.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu, kostur ef viðkomandi hefur menntun á sviði raunvísinda, t.d. næringarfræði, matvælafræði eða lyfjafræði.
 • Reynsla á sviði sölumála og mikill áhugi á sölu.
 • Reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur.
 • Góð tölvukunnátta og geta til að nýta upplýsingatækni sem stjórntæki. Kunnátta á Photoshop er kostur.
 • Hæfni til að greina sölu og koma auga á ný tækifæri.
 • Framúrskarandi framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Mikill drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Stundvísi, áreiðanleiki og þjónustulund.

SagaMedica er leiðandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði, stofnað árið 2000. Við erum stolt af því að geta þróað hágæðavörur úr íslenskri náttúru. Þær jurtir sem við höfum rannsakað og unnið með hafa mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, enda hafa lækningajurtir skipað stóran sess í samfélaginu frá landnámstíð. Hreinleiki og jákvæð ímynd íslenskrar náttúru skiptir miklu máli fyrir SagaMedica, því sérstaða hráefnis okkar er einstök í alþjóðlegu samhengi.