lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sérfræðingur í framleiðsluskipulagningu

Rio Tinto á Íslandi hf. óskar eftir að ráða sérfræðing í hóp framleiðsluskipulags í steypuskála.

Í teyminu starfa fjórir sérfræðingar sem sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Leitað er eftir traustum og ábyrgum einstaklingi til þess að verða hluti af teyminu.

Starfssvið

 • Móttaka framleiðslupantana.
 • Skipulag og eftirfylgni við framleiðslu.
 • Tryggja afhendingar vöru til viðskiptavina.
 • Birgðatalningar, birgðastjórnun og aðfangastýring.
 • Kostnaðargreining og hagkvæmniútreikningar.
 • Stöðugar umbætur framleiðsluferla.
 • Samskipti við söluskrifstofu Rio Tinto.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • B.Sc. í verkfræði, viðskiptafræði, vörustjórnun eða sambærilegt.
 • Þekking og reynsla af framleiðslustjórnun og birgðastjórnun æskileg.
 • Þekking á bókhaldi og áætlanagerð kostur.
 • Þekking á straumlínustjórnun t.d. Lean og Six Sigma kostur.
 • Mjög góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni.
 • Samskiptahæfileikar, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Rio Tinto á Íslandi hf. er þekkingarfyrirtæki sem rekur álver í Straumsvík. Við bjóðum upp á margbreytileg störf þar sem hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna gegnir lykilhlutverki. Við leggjum áherslu á markvisst fræðslustarf, frammistöðuhvetjandi starfsumhverfi og gott upplýsingaflæði ásamt tækifærum til starfsþróunar.

Við setjum umhverfis-, öryggis-, og heilbrigðismál í öndvegi og vinnum stöðugt að umbótum á verkferlum og vinnuaðferðum. Við leggjum áherslu á að starfa í góðri sátt við umhverfið.