lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sérfræðingur á fjármálasviði

Rio Tinto á Íslandi leitar að öflugum starfs­manni í fjár­málateymi fyrir­tæk­isins.

Teymið sér um bókhald, uppgjör, áætl­ana­gerð, skýrslu­gerð, samskipti við innri og ytri viðskipta­vini ásamt við önnur félög innan Rio Tinto samsteypunnar. Viðkom­andi tekur virkan þátt í verk­efnum hópsins með áherslu á greiðslu reikn­inga og umsjón sjóð­streymis.

Starfssvið

 • Ábyrgð á greiðslum reikn­inga og innheimtu.
 • Umsjón með gerð sjóðs­streym­is­á­ætlana.
 • Skýrslu­gerð.
 • Þátt­taka í umbót­ar­verk­efnum.
 • Önnur tilfallandi bókhalds­verk­efni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfs­ferl­is­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðn­ingur fyrir hæfni viðkom­andi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2017

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla­próf á sviði viðskipta eða sambærileg menntun.
 • Reynsla og hæfni í grein­ingu og túlkun gagna.
 • Mjög góð Excel kunn­átta, þekking á SAP kostur.
 • Góð íslensku- og ensku kunn­átta.
 • Færni í mann­legum samskiptum.
 • Nákvæmni og ögun í vinnu­brögðum.
 • Frum­kvæði og heil­indi.

Rio Tinto á Íslandi hf. er þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sem rekur álver í Straumsvík. Við bjóðum upp á marg­breytileg störf þar sem hugvit, þekking og kunn­átta starfs­manna gegnir lykil­hlut­verki. Við leggjum áherslu á mark­visst fræðslu­starf, frammi­stöðu­hvetj­andi starfs­um­hverfi og gott upplýs­inga­flæði ásamt tæki­færum til starfs­þró­unar.

Við setjum umhverfis-, öryggis-, og heil­brigð­ismál í öndvegi og vinnum stöðugt að umbótum á verk­ferlum og vinnu­að­ferðum. Við leggjum áherslu á að starfa í góðri sátt við umhverfið.