lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Skólastjóri Holtaskóla

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina.

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. maí 2018. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Nánari upplýsingar um starfið veita Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is og Eðvarð Þór Eðvarðsson skólastjóri, edvard.th.edvardsson@holtaskoli.is.

Holtaskóli er heildstæður 450 barna grunnskóli. Kjörorð skólastarfsins eru virðing, ábyrgð, virkni og ánægja. Þau eru höfð að leiðarljósi við öll störf sem aðilar skólasamfélagsins koma að. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði PBS um heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun. Holtaskóli hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda góðum skólabrag og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum.

Starfssvið

 • Veita skólanum faglega forystu.
 • Móta framtíðastefnu hans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar.
 • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
 • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
 • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða.
 • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
 • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt góðri skipulagshæfni.

Reykjanesbær er fimmta fjölmennasta sveitarfélag á Íslandi með um 16.000 íbúa. Sveitarfélagið var stofnað 11. júní 1994 við sameiningu þriggja sveitarfélaga. Fá sveitarfélög á Íslandi hafa vaxið með sama hraða og Reykjanesbær undanfarin ár.

Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarfélagsins sé eins og best verður á kosið hverju sinni.

Við ráðningar er ávallt höfð hliðsjón af jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.