lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sveitarstjóri

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í starf sveitarstjóra.

Leitað er að jákvæðum og hugmyndaríkum einstaklingi með hæfni í mannlegum samskiptum. Sveitarstjóri þarf að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og hafa metnað og áhuga fyrir uppbyggingu og þróun samfélagsins.

Starfssvið

 • Er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og æðsti yfirmaður starfsfólks.
 • Hefur yfirumsjón með fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.
 • Undirbýr og situr fundi sveitarstjórnar auk þess að annast framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar.
 • Samskipti og samvinna við ýmsa aðila fyrir hönd sveitarfélagsins.
 • Aðkoma að stefnumörkun og áætlanagerð.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júlí 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
 • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri æskileg.
 • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð skipulagshæfni og metnaður.

Reykhólahreppur er víðfeðmt sveitarfélag sem nær frá botni Gilsfjarðar að Skiptá í Kjálkafirði og er um 1100 km2 að stærð. Alls bjuggu 275 manns í sveitarfélaginu 1. janúar 2018 og skiptist mannfjöldinn jafnt á milli þéttbýlis og dreifbýlis.

Mikið af ungu fólki býr í sveitarfélaginu og telur barnafjöldi í Reykhólaskóla samreknum grunn-leik- og tónlistarskóla um 70 börn.

Reykhólahreppur hefur ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum hlotið silfuvottun í umhverfisverkefninu EarthCheck.