lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Byggingarfulltrúi

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa.

Byggingarfulltrúi starfar á skipulags- og byggingarsviði og leiðir faglega þróun byggingarmála innan sviðsins.

Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi, hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Öflugt samstarf er á milli sviða sveitarfélagsins, snýr það sérstaklega að markaðs- og kynningarmálum.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 9. apríl n.k.

Starfssvið

 • Yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta.
 • Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu.
 • Ábyrgð á að framkvæmd sé í samræmi við lög og reglur.
 • Ábyrgð á að framkvæmd sé í samræmi við lög og reglur.
 • Ábyrgð og umsjón með útgáfu byggingarleyfa.
 • Ábyrgð og umsjón með útgáfu vottorða og skráningu mannvirkja.
 • Önnur þau verkefni er falla til á sviðinu.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á sviði verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði eða arkitektúr skilyrði.
 • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfinu skilyrði.
 • Starfsreynsla skv. 25 grein mannvirkjalaga æskileg.
 • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum byggingarleyfum æskileg.
 • Góð tölvukunnátta og þekking á forritum skilyrði.
 • Hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum.

Sveitarfélagið Ölfus er í mikilli sókn. Íbúum fjölgar hratt og aðstaða fyrir fjölskyldufólk og börn í leik- og grunnskóla er framúrskarandi góð og það á einnig við um aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Tækifæri til atvinnuuppbyggingar eru gríðarlega mikil á svæðinu, ekki síst fyrir tilstuðlan hafnarinnar í Þorlákshöfn og fjölbreyttra tækifæra í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar um sveitafélagið er að finna á
www.olfus.is

Hamingjan er hér!