lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Fjárfestingastjóri

Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífsins leitar að öflugum einstak­lingi til starfa.

Viðkom­andi mun sjá um að greina fjár­fest­inga­kosti í sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum ásamt því að aðstoða þau fyrir­tæki sem fjár­fest er í við uppbygg­ingu og rekstur.

Starfssvið

 • Greining á fjár­fest­inga­kostum og viðskipta­tæki­færum.
 • Gerð kynn­inga á fjár­fest­ing­ar­tæki­færum.
 • Seta í stjórnum félaga sem sjóð­urinn fjár­festir í.
 • Þátt­taka í stefnu­mótun fyrir­tækja og eftir­fylgni.
 • Verk­efna­stjórnun.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla­próf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af grein­ingu fjár­fest­inga­kosta og gerð kynn­inga.
 • Reynsla af fyrir­tækja­rekstri, fjár­mála­stjórnum og/eða fjár­fest­ingum.
 • Mjög góðir samskipta­hæfi­leikar.
 • Sjálf­stæði og frum­kvæði í starfi.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skil­yrði.

Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífsins leggur áherslu á að vinna með öðrum fjár­festum og fjár­festir í fyrir­tækjum til eflingar á áhættu­fjár­fest­ingum í vænlegum nýsköp­unar- og sprota­fyr­ir­tækjum.