lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Markaðsstjóri

Norð­lenska óskar eftir að ráða árang­usdrifinn og metn­að­ar­fullan einstak­ling í starf mark­aðs­stjóra fyrir­tæk­isins.

Viðkom­andi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. sept­ember nk. og hafa aðsetur á Akur­eyri. Mark­aðs­stjóri heyrir undir fram­kvæmda­stjóra og á sæti í fram­kvæmda­stjórn.

Starfssvið

 • Yfir­um­sjón með markaðs- og sölu­málum fyrir­tæk­isins.
 • Mótun, fram­kvæmd og eftir­fylgni markaðs- og sölu­stefnu.
 • Gerð markaðs- og sölu­á­ætlana.
 • Ábyrgur fyrir markaðs- og auglýs­inga­efni félagsins.
 • Ábyrgur fyrir vöru­dreif­ingu til viðskipta­vina.
 • Er yfir­maður sölu­stjóra.
 • Þátt­taka í stefnu­mótun og gæða­starfi.
 • Þátt­taka í þróun nýrra afurða og vöru­þróun.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfs­ferl­is­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðn­ingur fyrir hæfni viðkom­andi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2017

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla­próf sem nýtist í starfi t.d. á sviði markaðs- eða viðskipta­fræði.
 • Reynsla af stýr­ingu markaðs- og kynn­ing­ar­mála.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri kostur.
 • Þekking og færni í samn­inga­gerð kostur.
 • Leið­toga­hæfi­leikar og fram­úr­skar­anid hæfni í samskiptum.
 • Þjón­ustu­lund og metn­aður í starfi.
 • Haldgóð tölvu­kunn­átta.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Norð­lenska matborðið ehf. er eitt stærsta og öflug­asta fram­leiðslu­fyr­ir­tæki landsins á sviði kjöt­vöru og meðal vöru­merkja eru KEA, GOÐI, Húsa­vík­ur­hangi­kjöt og Bauta­búrið. Höfuð­stöðvar fyrir­tæk­isins eru á Akur­eyri, en fyrir­tækið er einnig með starfs­stöðvar á Húsavík, á Höfn í Horna­firði og á höfuð­borg­ar­svæðinu. Hjá fyrir­tækinu starfa um 180 manns.