lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Gæðastjóri

Mannvit óskar eftir að ráða gæðastjóra.

Gæðastjóri fer með gæða-, umhverfis- og vinnuverndar- og öryggismál og ber ábyrgð á að viðhalda og þróa stjórnunarkerfi fyrirtækisins ásamt úttektum og eftirfylgni. Gæðastjóri heyrir undir forstjóra. Mannvit býður upp á: góða starfsaðstöðu í lifandi umhverfi, metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi, alþjóðleg verkefni og tækifæri til starfsþróunar.

Starfssvið

 • Tryggja öflugt og samþætt gæða-, umhverfis- og vinnuverndar- og öryggisstjórnunarkerfi.
 • Fylgja eftir gæða-, umhverfis- og vinnuverndar- og öryggisstefnum.
 • Fylgja eftir niðurstöðum úttekta og rýni stjórnenda til að tryggja stöðugt umbótastarf með það að leiðarljósi að gera sífellt betur í dag en í gær.
 • Stýra uppbyggingu og þróun gæðamála í þéttu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.
 • Skipuleggja og hafa umsjón með innri úttektum og úttekt vottunaraðila.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og þekking í rekstri stjórnunarkerfa skv. ISO 9001. Reynsla á ISO 14001 og/eða OHSAS 18001 er kostur.
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
 • Gott vald á íslensku og ensku í máli og riti.
 • Leiðtogahæfni, góð samskiptafærni og jákvætt viðhorf.
 • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og vera fylgin(n) sér.

Mannvit er eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni. Það er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem byggir á öflugum mannauði og samfélagslegri ábyrgð. Fyrirtækið er með vottuð stjórnkerfi skv. ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.