lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Gæðastjóri

Mannvit óskar eftir að ráða gæða­stjóra.

Gæða­stjóri fer með gæða-, umhverfis- og vinnu­verndar- og örygg­ismál og ber ábyrgð á að viðhalda og þróa stjórn­un­ar­kerfi fyrir­tæk­isins ásamt úttektum og eftir­fylgni. Gæða­stjóri heyrir undir forstjóra. Mannvit býður upp á: góða starfs­að­stöðu í lifandi umhverfi, metn­að­ar­fullt og faglegt vinnu­um­hverfi, alþjóðleg verk­efni og tæki­færi til starfs­þró­unar.

Starfssvið

 • Tryggja öflugt og samþætt gæða-, umhverfis- og vinnu­verndar- og örygg­is­stjórn­un­ar­kerfi.
 • Fylgja eftir gæða-, umhverfis- og vinnu­verndar- og örygg­is­stefnum.
 • Fylgja eftir niður­stöðum úttekta og rýni stjórn­enda til að tryggja stöðugt umbóta­starf með það að leið­ar­ljósi að gera sífellt betur í dag en í gær.
 • Stýra uppbygg­ingu og þróun gæða­mála í þéttu samstarfi við stjórn­endur og starfs­fólk.
 • Skipu­leggja og hafa umsjón með innri úttektum og úttekt vott­un­ar­aðila.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn­ar­frestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækj­endur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla­próf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og þekking í rekstri stjórn­un­ar­kerfa skv. ISO 9001. Reynsla á ISO 14001 og/eða OHSAS 18001 er kostur.
 • Reynsla af verk­efna­stjórnun er kostur.
 • Gott vald á íslensku og ensku í máli og riti.
 • Leið­toga­hæfni, góð samskipta­færni og jákvætt viðhorf.
 • Nákvæm og sjálf­stæð vinnu­brögð, frum­kvæði í starfi og vera fylgin(n) sér.

Mannvit er eitt stærsta ráðgjafa­fyr­ir­tæki landsins á sviði verk­fræði og tækni. Það er alþjóð­legt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sem byggir á öflugum mannauði og samfé­lags­legri ábyrgð. Fyrir­tækið er með vottuð stjórn­kerfi skv. ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Viðhorfum til verk­efna og viðskipta­vina verður best lýst með gildum fyrir­tæk­isins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.