lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Verkefnastjóri

Lands­virkjun óskar eftir að ráða verk­efna­stjóra mann­virkja á Þjórs­ár­svæði.

Nánari upplýs­ingar veita Auður Bjarna­dóttir og Þóra María Guðjóns­dóttir (thora.maria.gudjons­dottir@lands­virkjun.is).

Starfssvið

 • Í starfinu felst umsjón og eftirlit með mann­virkjum og vega­kerfi Þjórs­ár­svæðis, eftirlit með stíflum og veitum Lands­virkj­unar ásamt vinnu við vatna­mæl­ingar. Verk­efna­stjóri hefur jafn­framt eftirlit með gagna­kerfi, gagna­úr­vinnslu og sinnir skýrslu­gerð. Að auki aðstoðar viðkom­andi við umhverf­is­rann­sóknir.
 • Verk­efna­stjóri sinnir ýmsum verk­efnum á fagsviði bygg­ing­ar­iðn­aðar sem tengjast rekstri Þjórs­ár­svæðis og vinnur að verk­efnum tengdum fram­þróun og viðhaldi vottana í gæða- öryggis- og umhverf­is­málum.
 • Starfs­stöð verk­efna­stjórans er í Búrfells­stöð.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn­ar­frestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækj­endur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Verk­fræð­ingur eða tækni­fræð­ingur á bygg­ing­ar­sviði
 • Reynsla af bygg­ing­ar­eft­ir­liti og land­mæl­ingum
 • Reynsla af viðhaldi og rekstri mann­virkja
 • Reynsla af gerð og rekstri útboðs- og verk­samn­inga
 • Reynsla á sviði verk­efna­stjórn­unar og gæða­stjórn­unar

Lands­virkjun er rótgróið fyrir­tæki í örri þróun. Við vinnum með virkum hætti að uppbygg­ingu í orku­málum og viðskipta­lífi og viljum vera í farar­broddi við að móta ný tæki­færi á þessum sviðum. Hjá okkur starfar hópur metn­að­ar­fulls starfs­fólks með ólíka menntun og fjöl­breytta starfs­reynslu.

Lands­virkjun ber gull­merkið í Jafn­launa­út­tekt PwC, sem stað­festir að fyrir­tækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafn­verðmæt störf.

Lands­virkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um stöðuna.