lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Forstöðumaður fjárstýringar

Við leitum að öflugum einstak­lingi í starf forstöðu­manns fjár­stýr­ingar

Lands­virkjun leitar að einstak­lingi til að leiða stefnu­mótun fjár­stýr­ingar fyrir­tæk­isins í alþjóð­legu umhverfi. Forstöðu­maður fjár­stýr­ingar heyrir beint undir fjár­mála­stjóra Lands­virkj­unar.

 

Nánari upplýs­ingar veita Sturla Jóhann Hreinsson (sturla.johann.hreinsson@lands­virkjun.is) og Hilmar Garðar Hjaltason hjá Capacent

Starfssvið

 • Í starfinu felst meðal annars sjóða­stýring, fjár­mögnun og greining og stýring fjár­mála­á­hættu. Þá mun viðkom­andi hafa mikil samskipti við lánveit­endur og láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki á innlendum og alþjóð­legum vett­vangi.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn­ar­frestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækj­endur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla­menntun sem nýtist í starfi, fram­halds­menntun á háskóla­stigi er kostur
 • Þekking á fjár­stýr­ingu og fjár­mála­mörk­uðum
 • Reynsla af stjórnun og samn­inga­gerð er kostur
 • Frum­kvæði, skipu­lags­hæfni og stjórn­un­ar­hæfi­leikar
 • Starfið krefst góðrar ensku­kunn­áttu og samskipta­hæfni

Lands­virkjun er rótgróið fyrir­tæki í örri þróun. Við vinnum með virkum hætti að uppbygg­ingu í orku­málum og viðskipta­lífi og viljum vera í farar­broddi við að móta ný tæki­færi á þessum sviðum. Hjá okkur starfar hópur metn­að­ar­fulls starfs­fólks með ólíka menntun og fjöl­breytta starfs­reynslu.

Lands­virkjun ber gull­merkið í Jafn­launa­út­tekt PwC, sem stað­festir að fyrir­tækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafn­verðmæt störf.

Lands­virkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um stöðuna.