lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Gjaldkeri

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða starfsmann í starf gjaldkera í innheimtudeild sjóðsins.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum en er um leið skipulagður og skilvirkur. Jákvæðni og samstarfsvilji eru mikilvægir eiginleikar.
Um 100% starf er að ræða.

Starfssvið

 • Greiðsla reikninga
 • Móttaka greiðslna og skráning í innheimtukerfi
 • Umsjón með málum í milli- og löginnheimtu
 • Svörun fyrirspurna þ.á.m. um milli- og löginnheimtumál
 • Samskipti við greiðendur og innheimtuaðila

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Starfsreynsla á sviði innheimtu nauðsynleg
 • Starfsreynsla á sviði bókhalds æskileg
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunnátta
 • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags.
Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.