lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs (COO)

Keahótel ehf. óskar eftir umsóknum í starf framkvæmdastjóra rekstrar (COO).

Um er að ræða mjög áhugavert starf hjá ört vaxandi fyrirtæki. Framkvæmdastjóri rekstrar mun hafa aðsetur í Reykjavík.

Starfssvið

 • Eftirlit og ábyrgð á daglegum rekstri hótelanna
 • Starfsmannamál og þjálfun starfsmanna
 • Áætlanagerð og eftirfylgni
 • Yfirumsjón með innkaupum og kostnaðareftirlit
 • Gæðastjórnun og markmiðasetning

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af hótelrekstri og sambærilegu starfi
 • Leiðtogahæfni og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Mjög góð enskukunnátta bæði í rituðu og töluðu máli

Keahótel ehf. er ein af stærstu hótelkeðjum landsins og rekur í dag 8 hótel í Reykjavík, Akureyri og við Mývatn með yfir 300 starfsmenn. Keahótel er spennandi vinnustaður þar sem starfar samheldinn hópur starfsfólks með fjölbreyttan bakgrunn. Við leggjum áherslu á metnað, hæfni og frumkvæði með það að leiðarljósi að skapa eftirsóknarvert og skilvirkt vinnuumhverfi