lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Starfsþróunar- og gæðastjóri

Íslandshótel óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna starfsþróunar- og gæðamálum.

Viðkomandi vinnur náið með stjórnendum og starfsfólki fyrirtækisins og heldur utan um þjálfun og fræðslu starfsmanna ásamt gæðamálum. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs. Einhver ferðalög fylgja starfinu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Umsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun fræðslukerfis
 • Umsjón með starfsþróunarstefnu Íslandshótela og áætlanagerð tengd starfsþróunarmálum
 • Mat á fræðslu- og þjálfunarþörf ásamt gerð fræðsluáætlana og fræðsluefnis
 • Undirbúningur námskeiða/náms ásamt aðkomu að námskeiðshaldi
 • Aðkoma að könnunum og mælingum
 • Umsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun gæðakerfis
 • Umsjón með gæðastefnu Íslandshótela og áætlanagerð tengd gæðamálum
 • Gerð gæðahandbókar ásamt aðkomu að gerð og innleiðingu á verkferlum
 • Úttekt á mælikvörðum og stöðlum

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða markmiðasetningu kostur
 • Talnagleggni og nákvæm vinnubrögð
 • Sjálfstæð vinnubrögð og fumkvæði
 • Framsýni og metnaður í starfi
 • Gott vald á íslensku og ensku

Íslandshótel reka 18 hótel á Íslandi — Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið. Hjá Íslandshótelum starfa þegar mest lætur um 900 manns og býður fyrirtækið upp á rúmlega 1.700 herbergi.