lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Yfirverkefnastjóri

Vilt þú verða hluti af góðu ferða­lagi?

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að mark­miði að vera hluti af góðu ferða­lagi þeirra sem fara um flug­velli félagsins og íslenska flug­stjórn­ar­svæðið. Nú vantar fleiri til að vera hluti af góðu ferða­lagi.

Starfssvið

 • Umsjón og ábyrgð á fram­kvæmda­verk­efni frá hönnun til reksturs.
 • Skipu­lagning og yfir­um­sjón með fram­kvæmda­á­ætl­unum, og fjár­mála­stjórn fram­kvæmda­verk­efna.
 • Einnig ber yfir­verk­efna­stjóri ábyrgð á samskiptum og samráði fjár­fest­inga.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfs­ferl­is­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðn­ingur fyrir hæfni viðkom­andi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2017

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Fram­halds­menntun í verk- eða tækni­fræði.
 • Víðtæk reynsla af verk­efna­stjórnun í mann­virkja­gerð.
 • Reynsla eða menntun í fjár­málum fram­kvæmda.
 • Reynsla af verk­efnum með hátt flækju­stig.
 • Jákvæðni og lipurð í mann­legum samskiptum.
 • Öguð vinnu­brögð.
 • Góð íslensku- og ensku­kunn­átta í ræðu og riti.

Isavia rekur öflugt net flug­valla á Íslandi og flug­leið­sögu­þjón­ustu á einu stærsta flug­stjórn­ar­svæði heims og leggur því grunn að öflugum flug­sam­göngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótt­ur­fé­lögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að vera hluti af góðu ferða­lagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flug­velli okkar og flug­stjórn­ar­svæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjöl­skyldu­vænt starfs­um­hverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrir­tæk­isins.

Nánari upplýs­ingar með Isavia hér