lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Útflutningur / skrifstofustarf

Icelandic Water Hold­ings óskar eftir að ráða einstak­ling í fjöl­breytt skrif­stofu­störf á sviði útflutn­ings.

Um fullt starf er að ræða, æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf sem fyrst. Skrif­stofa fyrir­tæk­isins er í Ölfusi.

Starfssvið

 • Umsjón með útflut­ings­papp­írum og tolla­málum.
 • Reikn­inga­gerð og afstemm­ingar.
 • Samskipti við flutn­inga­fyr­ir­tæki og viðskipta­vini.
 • Önnur tilfallandi verk­efni í samráði við fjár­mála­stjóra.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af sambæri­legu starfi er nauð­synleg.
 • Góð tölvu­kunn­átta, þekking á Axapta eða sambæri­legu fjár­hags­kerfi er kostur.
 • Reynsla af viðskipta­manna­bók­haldi er kostur.
 • Lipurð og góðir samskipta­hæfi­leikar.
 • Nákvæmni og samvisku­semi.
 • Sjálf­stæð og öguð vinnu­brögð.
 • Góð íslensku- og ensku­kunn­átta.

Icelandic Water Hold­ings tappar vatni á flöskur undir vöru­merkinu Icelandic Glacial. Stærstur hluti fram­leiðsl­unnar er til útflutn­ings og er Icelandic Glacial nú selt í yfir 25 löndum um allan heim. Við leitum að duglegum og jákvæðum aðila til að slást í hóp fram­úr­skar­andi starfs­fólks.