lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Framkvæmdastjóri

Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf framkvæmdastjóra.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að ábyrgum og kraftmiklum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og drifkrafti. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við samþykktir bandalagsins og fylgi auk þess lögum og reglum.

Starfssvið

 • Ber ábyrgð á daglegum rekstri bandalagsins.
 • Situr stjórnarfundi og veitir upplýsingar um rekstur.
 • Skipuleggur starfsemi bandalagsins í samræmi við tilgang þess.
 • Sinnir starfsmannastjórn og stuðlar að stöðugum umbótum í rekstri.
 • Er talsmaður bandalagsins og sinnir samskiptum við hagsmunaaðila.
 • Tekur þátt í áætlanagerð, samningagerð og stefnumótun.
 • Annast viðburði og undirbúning þeirra.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2017

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af rekstrar- og stjórnunarstörfum æskileg.
 • Reynsla af vinnu með íþróttafélögum æskileg.
 • Góð almenn tölvu- og tungumálakunnátta.
 • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Gerð er krafa um gott orðspor og hreint sakavottorð.

Íþróttabandalag Akureyrar var stofnað árið 1944. Bandalagið er regnhlífarsamtök íþróttafélaga á Akureyri og annast samstarf við bæjaryfirvöld. Tilgangur bandalagsins er að stjórna sameiginlegum íþróttamálum á Akureyri og vera þar fulltrúi ÍSÍ.