lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Verk­efna­stjóri við innleið­ingu persónu­vernd­ar­lög­gjafar

Fljótsdalshérað auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar. Um er að ræða 100% tímabundið starf til ársloka 2018. Verkefnastjóri mun heyra undir bæjarstjóra.

Í ljósi innleiðingar reglugerðar Evrópusambandsins um persónuvernd (GDPR), sem líklega munu taka gildi í maí á næsta ári, hefur Fljótsdalshérað ákveðið að ráða verkefnastjóra sem kemur til með að stýra innleiðingu löggjafarinnar og vinna verkefnið að stórum hluta. Verkefnastjóra er ætlað að skoða og fara yfir verkferla er varða meðferð og vinnslu upplýsinga, ásamt því að skrá þá í gæðahandbók byggða á þeim ramma sem GDPR tilskipunin setur. Tilskipunin tekur gildi án þess að leiða þurfi hana í lög hérlendis.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Starfssvið

 • Gerð og skráning verkferla með stoð í lögum, reglugerðum og GDPR.
 • Greining og meðferð persónuskjala hjá sveitarfélaginu.
 • Umsjón með gerð gæðahandbókar.
 • Vinna við vinnsluskrár og skoðun vinnslusamninga.
 • Samskipti og samvinna við þjónustuaðila og önnur sveitarfélög.
 • Aðstoð við samræmingu aðgerða milli stofnana.
 • Innleiðing nýrra reglna.
 • Fræðsla til starfsfólks og skipulagning hennar.
 • Upplýsingagjöf og aðstoð.
 • Eftirfylgni og eftirlit.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, lögfræði er kostur.
 • Yfirgripsmikil þekking á persónuverndarlögum og nýrri löggjöf.
 • Reynsla af verkefnastjórnun, gerð og skráningu verkferla.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Reynsla af skjalavistunarkerfum er kostur.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Skipulagshæfni og nákvæmni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Rík þjónustulund og sveigjanleiki.
 • Góð almenn tölvuþekking.
 • Hæfni til að tjá sig bæði í ræðu og riti á íslensku.

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð formlega til sem stjórnsýslueining 1. nóvember árið 2004.

Sameiningar sveitarfélaga höfðu áður orðið á Héraði í lok 10. áratugar síðustu aldar, en þá sameinuðust Jökuldalshreppur, Hlíðarhreppur og Tunguhreppur og til varð sveitarfélagið Norður-Hérað. Einnig höfðu Egilsstaðabær, Skriðdalshreppur, Vallahreppur, Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá sameinast í sveitarfélagið Austur-Hérað. Þessi tvö sveitarfélög, ásamt Fellahreppi sameinuðust svo í Fljótsdalshérað.