lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Skrifstofustjóri

Eskja hf. óskar eftir að ráða skrifstofustjóra til starfa á skrifstofu fyrirtækisins á Eskifirði.

Um fjölbreytt og krefjandi verkefni er að ræða hjá einu af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.

Starfssvið

 • Yfirumsjón með skrifstofu og fjárhagsbókhaldi.
 • Mánaðarleg uppgjör, greiningar og undirbúningur árs -og hálfsársuppgjörs fyrir endurskoðun.
 • Þátttaka í áætlanagerð.
 • Umsjón með innheimtumálum.
 • Umsjón með launavinnslu.
 • Umsjón og ábyrgð á upplýsingarkerfi.
 • Önnur verkefni sem heyra undir skrifstofuna í samráði við yfirmann.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í viðskiptafræði af endurskoðunarsviði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af bókhaldi þ.m.t. uppgjörsvinnu.
 • Reynsla af rekstri og áætlanagerð.
 • Reynsla af uppgjörum samstæðu er kostur.
 • Góð greiningarhæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Þekking á Microsoft Dynamic Nav fjárhagsbókhaldskerfi er kostur.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Eskja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og meginstarfsemi þess eru veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski. Félagið gerir út 3 uppsjávarveiðiskip og einn línubát ásamt því að reka öfluga uppsjávarvinnslu á Eskifirði. Félagið hefur verið í miklum breytingum á síðstu tveimur árum og fjárfesti á síðasta ári í nýju uppsjávarfrystihúsi á Eskifirði og endurnýjaði einnig uppsjávarflota sinn með kaupum á tveimur nýlegum uppsjávarskipum. Um 100 manns vinna hjá félaginu og höfuðstöðvar þess eru á Eskifirði.