lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Þjónustufulltrúar í kjaradeild

Efling - stéttarfélag óska eftir að ráða tvo einstaklinga í starf þjónustufulltrúa í kjaramáladeild félagsins.

Um er að ræða fullt starf.

Starfssvið

 • Að svara fyrirspurnum og túlkun á kjarsamningum er varða launa- og réttindamál félagsmanna.
 • Að reikna út launakröfur.
 • Að vinna að innheimtumálum með lögmönnum félagsins.
 • Samskipti við atvinnurekendur og félagsmenn.
 • Móttaka umsókna og ýmissa gagna og skráning upplýsinga.
 • Fræðsla og kynningar á vegum félagsins.
 • Önnur verkefni í samráði við yfirmenn.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Skilningur og áhugi á vinnumarkaði og vinnumarkaðsmálum.
 • Þekking og hæfni til að setja sig inn í kjaramál og kjarasamninga.
 • Jákvætt viðmót og mjög góð samskiptahæfni.
 • Góð færni í útreikningum og kunnátta í word og excel.
 • Staðgóð íslensku- og enskukunnátta, kunnátta í öðrum erlendum tungumálum sem nýtast í starfi æskileg.
 • Hæfni til að vinna undir álagi og pressu.
 • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.

Efling –stéttarfélag var stofnað í desember 1998 og tók til starfa um áramótin 1999. Félagið varð til við sameiningu Dagsbrúnar & Framsóknar-stéttarfélags við Starfsmannafélagið Sókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum. Við sameininguna varð til næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Félagið sameinaðist Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík um áramótin 1999-2000.  Við það urðu félagsmenn um 16.000. Frá og með 1. janúar 2009 sameinaðist Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn Eflingu-stéttarfélagið.  Þá voru félagsmenn í kringum 21.000 en fækkaði niður í um 18.500 í kjölfar efnahagshrunsins. Í dag eru félagsmenn um 27.000.