lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Hjúkrunarframkvæmdastjóri

Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra hjúkrunar- og dvalarheimilisins Dalbæjar á Dalvík er laus til umsóknar.

Leitað er að einstaklingi til að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Starfssvið

 • Veitir heimilinu forstöðu
 • Ber ábyrgð á öllu starfsmannahaldi og daglegum rekstri þess
 • Eftirlit með fjármálum og vinna við fjárhagsáætlanir
 • Hefur samskipti við alla starfshópa, íbúa og alla hagsmuna- og samstarfsaðila
 • Skipuleggur starfið og hefur faglega forystu á sviði hjúkrunar og umönnunar á heimilinu

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Framhaldsmenntun í hjúkrun er æskileg
 • Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg
 • Góð tölvukunnátta skilyrði
 • Þekking á starfsemi öldrunarþjónustu er æskileg
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð eru skilyrði
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Dalbær er hjúkrunar- og dvalarheimili á Dalvík og tók til starfa árið 1979. Á Dalbæ eru 38 íbúar þar af 27 í hjúkrunarrýmum og 11 í dvalarrýmum. Fjöldi starfsmanna er 65 í um 37 stöðugildum.