lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Fjármálastjóri

Arnarlax leitar að fjármálastjóra til starfa.

Um er að ræða mjög áhugavert starf í ört vaxandi samstæðu með höfuðstöðvar á Vestfjörðum.

Starfssvið

 • Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum fjármálasviðs.
 • Umsjón með fjármálum, reikningshaldi, uppgjörum og fjárreiðum.
 • Regluleg skýrslugerð til framkvæmdastjóra og stjórnar.
 • Ábyrgð á gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.
 • Fjárhagslegar úttektir og greiningar.
 • Þátttaka í stefnumótun og ferlagerð á sviði fjármála og fjárreiða.
 • Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.
 • Þátttaka í greiningum fjárfestingartækifæra.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði og framhaldsmenntun er kostur.
 • Reynsla af fjármálastjórnun.
 • Reynsla af uppgjörum samstæðu.
 • Greiningarhæfni ásamt færni í að taka saman upplýsingar og setja þær fram á skilmerkilegan og skýran hátt.
 • Góð enskukunnátta er nauðsynleg og kunnátta í einu Norðurlandamáli kæmi sér vel.
 • Færni í mannlegum samskiptum.

Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi og sér fram á umtalsverðan vöxt á næstu árum. Arnarlax er með rúmlega 100 starfsmenn og höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og áætlar um 10.000 MT framleiðslu af hágæða ferskum laxi í ár.

Stór hluti afurðanna er seldur á kröfuharða neytendur á Bandaríkjamarkað en nútíma laxeldi er matvælaframleiðsla á hágæða ferskvöru í mjög samkeppnishæfu alþjóðlegu umhverfi.