lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Yfirvélstjóri

Náðst hefur samkomulag milli Vestmannaeyjarbæjar og Vegargerðarinnar um að Vestmannaeyjarbær taki yfir rekstur Herjólfs og óskar því Herjólfur ohf. eftir umsóknum í starf yfirvélstjóra.

Áætlað er að nýr Herjólfur hefji siglingar milli eyja og lands um mánaðarmótin september október 2018.

Viðkomandi þarf að skila inn læknisvottorði, sjóferðabók og afriti af vegabréfi.

Starfssvið

 • Eftirlit, prófanir og viðgerðir vél-, raf- og hjálparbúnaðar.
 • Mat á viðhalds- og endurnýjunarþörf.
 • Umsjón með mengunarvörnum á hafi og í höfn.
 • Ábyrð á að viðeigandi varahlutir og rekstrarvörur séu ávallt um borð til að tryggja öruggan rekstur skips og véla.
 • Viðbrögð og ráðstafanir við hættuástandi og bilunum í vél- og rafbúnaði.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Fullnægja skilyrðum þess að mega gegna stöðu yfirvélstjóra á farþegaskipi án takmarkana á vélarstærð (STCW III/2 án takmarkana).
 • Minnst 5 ára reynsla af vélstjórn.
 • Stjórnunarhæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.